Tímarit lögfræðinga - 01.06.1958, Blaðsíða 45
fjárhæð liennar út af fyrir sig ekki verið mótmælt. R. var
og dæmdur til greiðslu málskostnaðar.
(Dómur B.Þ.R. 22/10 1957).
B. EIGNARRÉTTUR.
Réttur til vörumerkis.
Hinn 22. nóvember 1923 fékk þýzka firmað Henkel &
Co skrásett hér á landi vörumerkið Persil. Er merkinu
svo lýst i skrásetningunni, að það sé „Orðið: Persil“.
Merkið er skrásett fyrir þvottaduft. Samdægurs fékk sama
firma skrásett hér annað vörumerki fyrir ýmsar hrein-
lætisvörur, m. a. sápur, sápuduft, sápublöndur, þvotta- og
bleikiefni. Er merki þetta margbrotnara en liið fyrra, en
þó hliðstætt að þvi leyrti, að orðið Persil er áberandi í
því.
Hinn 27. júlí 1953 skrásetti vörumerkjaskrásetjari fyrir
íslenzka firmað Iierco vörumerki, sem þannig er lýst i
skrásetningunni:
„Ferstrendur einkennismiði. Efst á miðanum stendur
orðið PERSO, og þegar um þvottalög er að ræða stendur
orðið: ÞVOTTALÖGUR fvrir neðan, en þar fyrir neðan
er mynd af konu, sem þvær í þvottavél. Neðst stendur á
dökkum fleti: VERKSMIÐJAN „HERKO“ Revkjavík.“
Merki þetta var skrásett fyrir þvottalög og aðrar hrein-
lætisvörur.
Forráðamenn Henkel & Co. töldu skrásetningu þessa
vörumerkis brjóta í bága við framangreind vörumerki
sin og liöfðuðu af því tilefni mál gegn Herco, þar sem þess
var krafizt, að þvi fyrirtæki vrði með dómi gert skvlt að
láta afmá greint vörumerki sitt úr vörumerkjaskránni,
bannað að nota það og selja vörur með merkinu á.
Reifun málsins var mjög ýtarlega af hálfu stefnanda,
og voru röksemdir þær, er hann studdi kröfur sinar, í
stórum dráttum þessar:
Tímarit lögfrceöinga
91