Tímarit lögfræðinga - 01.06.1958, Blaðsíða 61
í rúm N. án þess að gefa henni jafnframt f}Trirmæli um,
livernig um liann skyldi búið.Þá varog talið.aðgangastúlk-
an hafi ekki sýnt næga aðgæzlu, er hún setti hitapokann
óvarinn í rúmið til N., þar eð henni hefði átt að vera ljóst,
að N., sem þá var meðvitundarlaus, gæti stafað hætta af
honum, eins og raun varð á.
Það varð eigi annað séð en G. hafi lagt N. inn á sjúkra-
húsið með fullu samþykki ráðamanna þess. Eftir þvi, sem
fram kom, tókst upphaflega læknisaðgerðin vel, svo og
aðgerðir G. að brunasárum þeim, er N. hlaut á sjúkrahús-
inu, enda snerist málið ekki um bætur vegna misheppn-
aðrar læknisaðgerðar. Þótti því fvrri sýknuástæða R. sett
fram út í liött.
Fallizt var á það með G., að læknisaðgerð og hjúkrun
séu tvö aðgreind en skyld verksvið. Þegar G. gaf hjúkr-
unarkonunni fvrirmæli um að setja hitapoka og teppi í
rúm N., sneri hann sér til rétts aðila með beiðni um verkn-
að, sem var eðlilegur og nauðsvnlegur liður í hjúkrun N.
eftir uppskurðinn. Var talið, að hann liafi mátt treysta
því, að hjúkrunarkonan gerði það óaðfinnanlega, sem
fyrir hana var lagt. G. hafi þvi ekki átt að þurfa að lita
sérstaklega eftir framkvæmdinni, enda hafi hann þá verið
önnum kafinn við að ná N. úr „shock“-ástandi og lifga
hann við. Þegar framangreind atriði voru virt, þótti ekki
verða séð, að G. hafi í nokkru vanrækt starfsslcyldur sin-
ar sem læknir. Og slíkt samband þótti ekki vera milli hans
og hjúkrunarkonunnar, þrátt fyrir áðurgreind fyrirmæli
til hennar, að rétt væri, að hann bæri ábyrgð á starfi
liennar að því levti. Var því G. sýknaður af kröfum N„
en eftir atvikum þótti rétl að málskostnaður félli niður að
þvi er hann varðaði.
Svo sem áður var rakið, þótti starfsstúlkum sjúkrahúss-
ins, hj úkrunarkonunni og gangastúlkunni, hafa orðið á
mistölc i störfum sinum á sjúkrahúsinu, er leiddu til þess,
að N. skaðbrenndist á fótum. Var því talið, að R„ sem
Tímarit lögfrœSinga
107