Tímarit lögfræðinga - 01.06.1958, Blaðsíða 64
hjónin voru enn samvistum. Höfðuðu F. mál gegn S. af
þessu tilefni.
S. krafðist sýknu og virtist byggja þá kröfu á því, að
samvistum hjónanna hefði raunverulega verið slitið, áð-
ur en vörurnar voru teknar út, þar sem eiginkona síu
hefði þá verið búin að segja sambúð þeirra lausri.
Þegar litið var til þess, að S. og kona hans bjuggu sam-
an á hóteli, meðan megin hluti varanna var tekinn út hjá.
F., þótti verði að telja, með skirskotun til 12. gr. laga nr.
20/1923, að S. bæri fulla ábyrgð á greiðslu varanna, einn-
ig þeirra, er eiginkona hans tók út, eftir að hann fór frá
Kaupmannahöfn, þar sem hann tilkynnti F. ekki um sam-
vistaslitin. En eins og á stóð hefði honum borið að gera
það til að firra sig frekari ábyrgð. Kröfur F. voru því
teknar til greina og lionum dæmdur málskostnaður.
(Dómur B.Þ.R. 30/9 1957).
Bifreiðaárekstur. — Sýkna. — 226. gr. laga nr. 56/1914.
Hinn 12. nóv. 1954 varð árekstur á Reykjanesbraut inn-
arlega á Vatnsleysuströnd. Rákust þar saman fólksbifreið,
eign A., en sú bifreið kom frá Rej'kjavík, og vörubifreið,
eign G., er á móti kom. A. kvaðst hafa verið að koma að
bugðu á veginum, er hann sá til ferða G. Kvaðst hann þá
hafa dregið mjög úr hraða bifreiðar sinnar, þar eð bifreið
G. hafi verið ekið á miklum hraða. Um leið og þeirri bif-
reið var ekið í nefnda bugðu, hafi hún verið á miðjum
vegi, en afleiðingin hafi orðið sú, að hægra afturhjól henn-
ar lenti á hægri afturaurhlif bifreiðar A. A. kvað hraða
bifreiðar sinnar hafa verið orðinn mjög lítinn, er árekstur-
inn varð, og hann hafi ekið eins utarlega á sínum vinstri
helmingi vegarins og unnt var og haft lægri ökuljós bif-
reiðar sinnar tendruð. Framburður G. var mjög á annan
veg. Hann kvaðst liafa ekið á réttum vegarhelmingi, öku-
hraði bifreiðar hans hafi ekki verið meiri en 25 km mið-
að við klst. Hins vegar hafi hann veitt því athygli, að bif-
110
Timarit lögfræSinga