Tímarit lögfræðinga - 01.06.1958, Blaðsíða 69
H. krafðist sýknu i málinu. Reisti liann sýknukröfuna
á því, að hinn 14. mai 1956 hafi S. ekki fullnægt því
skilyrði í tilhoðinu, að aflýsa öllum veðskuldum, er á
ibúðinni hvildu, öðrum en þeim, sem greindar voru í
tilboðinu. Skilyrðinu um áritun samþvkkis Byggingasam-
vinnufélags Reykjavikur á afsalið hafi heldur eigi verið
fullnægt. Taldi H. þessar vanefndir S. hafa valdið þvi,
að liann væri ekki lengur bundinn við tilboð sitt. Kvaðst
hann hafa tjáð S. þetta, er þeir liitust að heimili S. hinn
14. maí.
Ákvæðum tilboðs H. um skuldir þær, er hann skyldi
taka að sér og um samþykki byggingasamvinnufélagsins
hefur þegar verið getið. Á afsalsdegi, 14. maí, var eftir
að aflýsa, auk skulda þeirra, er greindi i tilboðinu, skulda-
bréfi Tryggingastofnunar ríkisins, upphaflega að fjár-
hæð kr. 25.000.00, er hvildi á 1. veðrétti; tryggingabréfi
eiganda vixils, upphaflega að fjárhæð kr. 8.000.00, er hvíldi
á 2. veðrétti og skuldabréfi rikissjóðs og Byggingarsam-
vinnufélags Reykjavíkur, upphaflega að fjárhæð kr.
75.000.00, er hvildi á 2. veðrétti. 1 afsali þvi, er S. ritaði
14. mai, er fvrstnefnda skuldin talin að eftirstöðvum kr.
5.000.00 og víxilskuldin kr. 7.400.00 og er H. þar ætlað
að taka að sér að greiða þær báðar fyrir 1. næsta mánað-
ar. Á þriðju skuldina, kr. 75.000.00, er ekki minnzt í afsal-
inu, en þeim veðböndum var létt af ibúðinni daginn eftir,
15. maí. Áritun um samþykki Byggingasamvinnufélags
Reykjavíkur var ekki gerð 14. maí, en hún var dags. næsta
dag.
Af þessu var ljóst, að frávik frá tilboðinu voru tvenns
konar, annars vegar fyrrgreindar tvær skuldir, er H. var
ætlað að greiða fvrir næstu mánaðamót, en hins vegar
eins dags dráttur á aflýsingu (eða veðbandslausn) og árit-
un samþykkis. Hið fyrra var talið hafa verið H. í hag, þar
eð honum var með því veittur nokkur gjaldfrestur á
hluta útborgunar, en hvort tveggja var óvéfengt, að fjár-
hæðir þessar skyldu koma til frádráttar útborguninni og
Tímarit lögfrœðinga
115