Tímarit lögfræðinga - 01.06.1958, Blaðsíða 9
milli einstakra ríkja um gagnkvæma vernd hugverka voru
þungir i vöfum, sérstaklega milli þjóða, sem voru mis-
jafnt á vegi staddir um höfundalöggjöf. Það varð því að
ráði að koma á alþjóðlegri samþvkkl um gagnkvæma
höfundavernd, sem öllum ríkjum væri lieimilt að gerast
aðiljar að, en þó með þvi skilyrði, að þau veittu liöfund-
um í heimalandi sinu þá lágmarksvernd, sem i samþyklct-
inni vrði ákveðin. Árið 1886 var alþjóðleg ráðstefna hald-
in í Bern i þessu skvni. Tókst þar að ná samkomulagi um
höfundaréttarsamþykkt, sem nefnd hefur verið Bernar-
sáttmálinn, en samtök aðildarþjóðanna eru nefnd Bernar-
sambandið. A Bernarsáttmálanum hafa síðan verið gerð-
ar veigamiklar breytingar á ráðstefnum i Paris 1896,
Berlin 1908, Róm 1928 og Bríissel 1948.
Með Bernarsáttmálanum skuldbinda sambandslöndin sig
til að vernda höfundarétt á bókmenntum og listaverkum,
svo sem þau liugtök eru nánar greind og skýrð i sáttmál-
anum. Jafnframt er ákveðið, i hverju verndin skuli vera
fólgin, þ. e. greindar eru þær lágmarkskröfur, sem aðild-
arríkin verða að fullnægja, en heimilt er hverju landi að
veita höfundum i^etra rétt en mælt er i sáttmálanum. I
hverju landi skulu höfundar annarra samljandslanda njóta
sama réttar og innlendir liöfundar. Einnig er höfundum,
sem ekki teljast til neins sambandslands, áskilinn tiltek-
inn réttur. Ef slíkur höfundur birtir verk eftir sig í fyrsta
sinn i einhverju sambandsríki, skal hann njóta þar um
það verk sama réttar og innlendir höfundar og i öðrum
sambandslöndum þeirra réttinda, sem sáttmálinn veitir.
Einstök ríki geta þó takmarkað þenna rétt, ef þau njóta
ekki iafngóðs réttar i heimalandi höfundar, enda sé hann
ekki búsettur i einhverju sambandslandanna. Loks er það
mikilvæga ákvæði í sáttmálanum, að höfundar slculu njóta
þeirra réttinda, sem þar greinir, án nokkurra formskil-
yrða. Einstökum sambandsríkjum er því l. d. óheimilt að
gera höfundarétt liáðan opinberri skráningu á hugverk-
um, eins og áður voru viða dæmi til og enn tiðkasl sums
Tímarit lögfrœðinga
00