Tímarit lögfræðinga - 01.06.1958, Blaðsíða 39
hefur verið hafnað, oft af fleiri en einni ástæðu. Mjög oft
hefur kærandi ekki gætt þess að leita réttar sins fvrir
dómstólum í landi ríkisstjórnar þeirrar, sem kærð er. I
mörgum tilfellum hefur kæruefnið verið unr atvik eða
atburði, sem áttu sér stað löngu áður en sáttmálinn öðl-
aðist gildi. Stundum hafa borizt kærur á hendur rikis-
stjórnum, sem ekki eru aðilar að sáttmálanum,
eða á hendur einstaklingum. Stundum hefur kæruefni
fjallað um brot á réttindum, sem sáttmálinn nær ekki
til, t. d. til rikisfangs, stöðu, atvinnu eða eftirlauna. Þá
hafa }Tmsar kærur verið þannig úr garði gerðar, að ekki
hefur af þeim orðið ráðið, hver ákvæði sáttmálans eru
talin hafa verið brotin. Eru slíkar kærur venjulega frá
meira eða minna geðveiku fólki.
Þá er æði stór flokkur mála, senr kölluð eru á máli
nefndarinnar „fjórða dómsstigs mál“, og fjalla um’ stað-
hæfingar kæranda um ranga niðurstöðu dómstóla lieima-
landsins í máli, sem kærandi var aðili að. Mannréttinda-
nefndin á að tryggja sanngjarna og óhlutdræga meðferð
dómsmála, einkamála og opinberra mála, þannig að viss-
ar lágmarkskröfur eru gerðar til réttarfars aðildarrikj-
anna. Hins vegar er hún ekki neinn yfir-liæstiréttur til
þess að endurskoða, hvort niðurstöður dómstóla séu rétt-
ar. Einungis ber henni að gæta þess, að meðferð máls sc
í samræmi við þær lágmarkskröfur, sem ákveðnar eru i
sáttmálanum og að ákvæði hans séu ekki brotin.
Ýmsum kann að þykja það furðu gegna, að nefndin skuli
hafa hafnað j'firgnæfandi meiri hluta mála þeirra, sem
iienni hafa borizt. Þetta er þó ekki undarlegt, þegar nán-
ar er að gætt. Löggjöf og réttarfar aðildarríkjanna viður-
kennir þær grundvallarreglur, sem sáttmálinn fjallar um.
Kjarni lýðræðis felst í þvi, að mannfrelsi og mannrétt-
indi sé verndað af lögum og dómstólum hvers ríkis. Þeg-
ar fjallað hefur verið um málin á öllum dómstigum
ríkis, eða hverjum þeim vettvangi til málskots, sem fvrir
hendi er, væri óeðlilegt að mannréttindanefndin hefði
Tímarit lögfræöinga
85