Tímarit lögfræðinga - 01.06.1958, Blaðsíða 30
rió/on ^JKarpneómóóon :
Mannréttindasáttmáli Evrópu
i.
Um markmið Evrópuráðsins segir svo i 1. gr. stofn-
skrár þess:
,,a) Markmið Evrópuráðsins er að koma á nánari ein-
ingu meðal þátttökuríkja þess, í því skyni að vernda og
koma í framkvæmd þeim hugsjónum og meginreglum,
sem eru sameiginleg arfleifð þeirra, svo og til þess að
stuðla að framförum á sviði efnahags- og félagsmála.
b) Unnið skal að markmiði þessu innan ráðsins með
umræðum um mál, sem sameiginlega þýðingu hafa, og
með samningum og sameiginlegum aðgerðum á sviði
efnahags- og félagsmála, menningarmála og vísinda,
laga og stjórnarfarsmála og með varðveizlu og frekari
framkvæmd mannréttinda og grundvallarfrelsishugsjóna.“
3. grein stofnskrárinnar hljóðar svo:
„Sérhvert þátttökuríki Evrópuráðsins verður að viður-
kenna grundvallarreglurnar um skipun laga og réttar, og
um að öllum einstaklingum innan umdæmis þess skuli
trvggð mannréttindi og grundvallarfrelsi, og verður í orði
og verki að taka þátt í samvinnu til að ná markmiði
ráðsins samkvæmt I. kafla.“
Aðildarríki Evrópuráðsins eru ríki þau í Evrópu, 15
talsins, sem fullgilt hafa stofnskrá þess og með því skuld-
bundið sig gagnvart hinum aðildarríkjunum til þess að
hlíta henni, þar með ákvæðum 3. greinar hennar. Að
sjálfsögðu er hverju aðildarríki þó heimilt að segja sig
76
Tímarit lögfrœöinga