Tímarit lögfræðinga - 01.06.1958, Page 10
staðar, t. d. í Bandaríkjunum. Önnur formatriði, svo sem
áprentun á bækur um, að öll réttindi séu áskilin, skipta
ekki heldur máli um vernd innan Bernarsambandslanda.
Fjöldi ríkja hefur gengið i Bernarsambandið, en þó
eru þær þjóðir einnig margar, sem ávallt hafa staðið ut-
an samtakanna, þar á meðal stórveldi, svo sem Bandarík-
in og Ráðstjórnarríkin. Eftir lok síðari heimsst}'rjaldar-
innar gengust Sameinuðu þjóðirnar fyrir því, að gerður
yrði nýr alþjóðasáttmáli um höfundarétt, einkum í því
skyni að ná til ríkja, sem af einhverjum ástæðum höfðu
ekki gerzt aðiljar aðBernarsáttmálanum. Á alþjóðlegri ráð-
stefnu, sem haldin var í Genf árið 1952, var gerð ný höf-
undaréttarsamþykkt, sem nefnd er Genfarsáttmálinn.
Gekk hann í gildi árið 1955, eftir að tilskilinn fjöldi ríkja
hafði undirritað hann, þar á meðal Bandarikin. Heimilt
er hverri þjóð að vera samtímis aðili að háðum sáttmál-
unum, en í skiptum tveggja ríkja, sem þannig er ástatt
um, skal fara eftir Bernarsáttmálanum.
Það yrði of langt mál að gera hér samanburð á ákvæð-
um sáttmálanna. Þess skal einungis getið, að samkvæmt
Genfarsáttmálanum hafa aðildarrikin rétt til að gera
verndina háða formskilyrðum, þar á meðal opinberri
skráningu hugverka. Þó skal lita svo á, að formskilvrð-
um sé fullnægt gagnvart öðrum aðildarríkjum, ef öll ein-
tök verksins bera frá fyrstu birtingu nafn rétthafa, ártal
fyrstu birtingar og auk þess á áberandi stað einkennis-
stafinn (c) (sem merkir copyright). I öðru lagi er sá
munur, að samkvæmt Bernarsáttmálanum skal verndar-
tímabilið almennt teljast ævi höfundar og 50 ár eftir and-
lát hans, en eftir Genfarsáttmálanum lýkur verndinni 25
árum eftir dauða höfundar. En hafi eitthvert Genfarsam-
handsríki lengra verndartimahil, skal þó eftir þvi farið,
þegar verndar er krafizt þar.
I sögu höfundaréttarins hefur enginn einstakur við-
burður haft jafnmikil áhrif á þróun hans og tilkoma Bern-
arsambandsins árið 1886. Nú var höfundum víða í fyrsta
56
Tímarit lögfrœöinga