Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1964, Page 29

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1964, Page 29
munnmælalögum; þessum tveimur þáttum hefur ekki alltaf verið lialdið svo skýrt aðgreindum sem á íslandi. Þannig virðast kristinréttirnir nauðsynlega hvíla, eins og eðlilegt er, á sjálfræði, settri skipan og samningi. Einkum er þetta greinilegt á Skandinavíu; hérna er kristinrétturinn aðgreindur glögglega frá munnmæla- lögunum sem „ný skipan, sem á er komið eftir tillögu konungs, erkibiskups“ o. s. frv. í Þýzkalandi afmáist greinarmunurinn, þar sem ættstofnaþingið er jafnframt biskupastefna (synóda); þannig setja saman lex Alam- annorum ( frá 7. öld) 33 biskupar, 34 hertogar og 65 greifar ásamt þeim hluta þjóðarinnar, sem á þing hafði safnazt. Mikilsverðara er, að væru landfriðirnir eða borgar- réttirnir í gildi um lengri tíma, fengu menn þá hug- mynd, að þeir væru gamall réttur. Öll skipan hefur til- lmeigingu til þess að fá svipmót „réttar“, þegar hún hefur verið í gildi langan tíma. Þannig geta ekki að- eins á okkar dögum, heldur var þessu einnig þannig farið á miðöldum, munnmælaskipan og sjálfræðisskip- an runnið saman i eitt, án þess að því sé gaumur gef- inn. Með öðrum orðum: munnmælalögin glata smám saman svip sínum sem afkvæmi óbreytilegs réttar, sem að vísu hafði gengið í gegnum margan hreinsunareld- inn, en var utan seilingar liins mannlega vilja og var einnig skuldbindandi fvrir konunginn. Er tímar líða, skoðast þau mannanna verk, sem tilbúinn, settur rétt- ur. Á hinn bóginn skoðast sjálfræðisákvæðin, lögsköp- in, smám saman ekki framar sem samningur, sem lög- gerningur, heldur einnig sem réttur. Eftir er að kanna þriðju grunnmyndina, þriðju und- irstöðuna undir nútimalögum, réttarfijrirskipuninci eða ákvaðaréttinn. Hún kemur síðast til sögunnar. Forsenda hennar er konungdómur eða annað drottinvald, sem er réttinum fremra og getur fyrirskipað rétt, ef því býð- ur svo við að horfa. Það var ekki fyrr en seint á öldlun, Tímarit lögfræðina 23

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.