Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1964, Page 63

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1964, Page 63
Þýzkalandi árin 1935—1938. Lagði hann stund á sjó- rétt og niðurjöfnun sjótjóna og er löggiltur á siðar- nefnda sviðinu. Árin 1939—1943 var liann fulltrúi lög- reglustjórans í Reykjavík, en það var á þeim tíma mik- ið vandaverk hæði vegna hernáms og síðar hersetu hér og þess að lögreglustjóri var þá ekki lögfræðingur. í ársbyrjun 1944 gerðist hann fulltrúi borgardómarans í Reykjavík og árið 1945 var hann skipaður borgardóm- ari og árið 1961 varð hann yfirborgardómari. Hann hefur og átt sæti í Félagsdómi, verið formaður Siglinga- dóms og dómari í Mannréttindadómstóli Evrópu, og er enn. Logi Einarsson lauk ágætu lagaprófi hér árið 1944. Árin 1946—47 stundaði hann framhaldsnám í Svíþjóð og víðar. Hann var fulltrúi sakadómarans í Reykja- vík 1944—51, en þá gerðist hann fulltrúi i Dómsmála- ráðuneytinu og fékkst þá einkum við verkefni er síðar féllu undir verksvið saksóknara ríkisins. Árið 1951 var hann skipaður yfirsakadómari í Reykjavík. Aliir þeir hæstaréttardómarar, sem hér hafa verið nefndir, liafa gengt ýmsum trúnaðarstörfum auk þeirra sem að ofan greinir. Nýir Hæstaréttarlögmenn 1964. 5/2. Sveinn Haukur Valdimarsson. Var að prófi loknu við nám og störf hjá Sameinuðu þjóðunum. Stundaði síðar lögfræðistörf en vann jafnframt í skipadeild S.I.S. og starfar að lögfræðistörfum í því fyrirtæki. 2/4. Tómas Árnason. Stundaði framhaldsnám við Harvard La'w School. Vann í þjónustu utanríkisráðu- neytisins m. a. sem formaður varnarmáladeildar. Rek- ur nú sjálfstæða málflutningsskrifstofu hér i borginni ásamt Vilhjálmi bróður sinum. Tímarit lögfræðina o/

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.