Tímarit lögfræðinga - 01.01.1969, Side 35
kemur í Ijós, að fyrrgreindu ákvæðin nefna vátryggðan
ekki sérstaklega, en í síðargreindu ákvæði segir aftur á
móti svo: „ .. . er vátryggður hefur valdið vátryggingar-
atburðinum í ölæði ...“. I Danmörku hefur verið talið,
að það að ákvæðið nefnir aðeins vátryggðan sjálfan beri
ekki að skýra svo, að lögin útiloki, að verknaður ann-
arra geti haft sömu áhrif gagnvart félaginu.15 (Sjá þó
Schaumburg í UfR 1959 B, bls. 243 og NFT 1968, bls.
148—9).
4.5. Nánar um gildi ölvunarákvæðisins að lögum. Að
íslenzkum rétti virðist ekkert vera því til fyrirstöðu,
að félagið takmarki ábyrgð sína (a. m. k. að einhverju
leyti), þó að vátryggingaratburðurinn verði vegna ölvun-
ar einhvers annars ökumanns en hins vátryggða bifreiðar-
eiganda, svo framarlega sem ökumaðurinn notar bifreið-
ina ekki í algeru heimildarleysi. En spurningin er sú,
hvort setja beri þessum undanþágurétti félagsins ein-
hverjar frekari skorður. Hérna koma til greina ýmis þau
sjónarmið, sem greind hafa verið hér á undan, þegar rætt
var um undantekningarákvæðið um stórkostlegt gáleysi.
En réttarstaða félagsins hlýtur hér að vera sterkari gagn-
vart vátryggðum, vegna hinna skýru orða d-liðs 10. gr.
húftryggingarskilmálanna. Fram er komið, að dómvenja
í Danmörku sker ekki úr um þetta og ekki munu æðstu
dómstólar í öðrum norrænum ríkjum hafa fjallað um
tilvik, sem eru alveg sambærileg. Ýmislegt mælir með
15 Um þetta segir svo í frumv. að dönsku VSL. (,,Udkast“,
bls. 53): „Reglerne i §§ 18, 19 og 20, 2det Punktum, handler
kun om det Tilfælde, at det er den sikrede selv, der frem-
kalder Forsikringsbegivenheden. I hvilket Omfang Handlin-
ger, der foretages af andre, bþr virke præjudicerende paa
sikredes egen Stilling, er meget tvivlsomt". Hér athugist, að
það sem í frumv. segir um 2. málsl. 20. gr, á aðeins við um
ákvæði 20. gr. um ölvun, vegna þess að lokaákvæði hennar
um 5% frádrátt var bætt inn í lögin við afgreiðslu þeirra í
þinginu, sjá Bentzon — Christensen, bls. 127. Sbr. að öðru
leyti Bentzon — Christensen, bls. 122.
Tímarit lögfræðinga
29