Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1973, Side 8

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1973, Side 8
TÍMARITIÐ — FÉLAGIÐ Lögfræðingafélagið tók við útgáfu þessa tímarits frá Lögmannafélaginu árið 1960 og hefur haldið því úti síðan. Hefur um skeið verið undirbúið, að ritið breytti um útlit, kæmi oftar út og flytti meira af fréttaefni. Ætlunin er, að það komi út 4 sinnum á ári, ekki minna en 3 arkir í hvert sinn auk kápu, og að reynt verði að safna í það fréttum, sem lögfræðingum geta orðið til nyt- sams fróðleiks eða jafnvel skemmtunar, einkum af innlendum vettvangi, en líka erlendum. i sambandi við breytingar þessar hefur undirritaður tekið við ritstjóra- starfi við hlið Theodórs B. Líndal prófessors emeriti. Hilmar Norðfjörð mun áfram verða afgreiðslumaður og auglýsingastjóri. Knútur Bruun hefur ver- ið framkvæmdastjóri við undirbúning breytingarinnar á ritinu og m. a. unn- ið að samningum um auglýsingabirtingu og önnur fjármálaatriði. Jón Magn- ússon stud. jur. hefur verið ritstjórnarfulltrúi. Auglýsingastofan h/f — Gísli B. Björnsson hefur ráðið útlitinu og unnið að uppsetningu efnisins. Samið hefur verið við prentsmiðjuna Setberg um prentun ritsins. Ástæða er til að víkja hér með fáum orðum að Lögfræðingafélaginu. Það hefur lengstum lagt mesta rækt við útgáfumál og fræðafundi, árgjaid hefur verið lágt og engum byrði, og stéttarleg átök hafa ekki verið mjög erfið, þó að þau hafi átt sér stað. Lögfræðingafélagið á aðild að Bandalagi háskóla- manna eða BHM. Þau samtök gera sig nú líkleg til að verða umsvifamikill aðili að samningum um kaup og kjör ríkisstarfsmanna, og vonandi verður þess ekki langt að bíða, að þau vinni að hagsmunamálum annarra háskóla- manna með áhrifaríkum hætti. Fyrirsjáanlegt er, að bandalagið verður að kosta miklu meiru til starfsemi sinnar en verið hefur og að það fé verður að koma frá aðildarfélögunum. Jafnframt er Ijóst, að Lögfræðingafélagið verður að efla starf sitt að hagsmunamálum meðlimanna verulega og að það mun kosta fé. Af þessum sökum var ákveðið á síðasta aðalfundi félagsins að hækka árgjaldið úr 800 í 1600 krónur. Þess er vænzt, að félagsmenn skilji allir nauðsyn þessa. Er mjög brýnt, að sem allraflestir lögfræðingar séu í félaginu, því að fámenn samtök eru ekki líkleg til átaka á neinu sviði, hvorki í fræðum né kjarabaráttu. Hin nýju viðhorf kunna að gera frekari fjáröflunar- aðgerðir óhjákvæmilegar, en það bíður síns tíma. Þó er rétt að geta þess, að rætt hefur verið um að hafa gjöld þeirra félagsmanna, sem ekki njóta góðs af kjarasamningum BHM, lægri en annarra. Mun það væntanlega verða athugað, þegar árgjöld koma næst til endurskoðunar. Þór Vilhjálmsson 2

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.