Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1973, Blaðsíða 18

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1973, Blaðsíða 18
Breyting, sem er skattþegn til hagsbóta, að því leyti sem hún léttir skattbyrði hans, er alltaf vel þegin, þó að hún geri ekki boð á undan sér, ef svo má segja. Allt öðru máli gegnir um skattalagabreytingar, sem eru íþyngjandi og þá annað hvort á þann veg, að tekjur, sem voru skattfrjálsar sam- kvæmt lögum, er í gildi voru, t. d. á síðasta ári, eru gerðar skattskyldar í ár eða útgjöld, sem voru frádráttarbær á síðasta ári eftir þágildandi lögum, eru það ekki lengur nú vegna skattalagabreytinga, er tekið hafa gildi á skattárinu eða eftir lok þess og látin eru koma til framkvæmda við álagningu í ár. Það er að sjálfsögðu algengt, að skattalögum sé breytt með íþyngj- andi áhrifum fyrir skattþegna, flestir mundu væntanlega segja, að hið gagnstæða væri undantekning. En rétt er að gera sér grein fyrir því, að þessar breytingar verða í höfuðatriðum með tvennu móti. Annars vegar eru hækkanir á skattstiga eða skattþrepum, sem ekki þurfa að raska svo mjög hlutfallinu milli skattbyrða einstakra gjald- enda, þó að þær verki almennt íþyngjandi, en hins vegar eru breyt- ingar á einstökum ákvæðum skattalaga, sem eru íþyngjandi fyrir einn, en e. t. v. ekki að sama skapi fyrir annan, þ. e. a. s. þær hafa í för með sér röskun á fyrri reglum um skiptingu skattbyrðarinnar. Ef litið er yfir það tímabil, sem þessi lagaskrá, er hér liggur frammi, nær yfir, má ef til vill segja, að mestan hluta þess hafi skattalagabreyt- ingar verið af hinni fyrri tegund. Ég held, að óhætt sé að segja, að meiriháttar „struktur“ breyting- ar, ef svo mætti nefna það, hafi verið fátiðar á skattalöggjöf okkar Guðmundur Vignir Jósefsson hefur starfað hjá Reykjavíkurborg síðan 1947 og varð hrl. 1957. Hann varð gjaldheimtustjóri, þegar Gjaldheimt- an í Reykjavík var stofnsett 1962. Erindið, sem hér birtist, var flutt á skattaréttarnámskeiði lög- fræðinga 24. nóvember 1972. I því er fjallað um afturvirkni skattalaga og rætt um ýmis tilvik, sem ýmist hafa verið eða geta orðið raunhæf hér á landi. Meginniðurstaðan er sú, að ekki sé almennt bannað að miða skatt við tímabil, sem liðið er, þegar skattalög eru sett, en skatta- lagabreytingar geti verið óheimilar í vissum til- vikum, þegar skattfríðindi eru veitt á þann hátt að líkja má því við samningsgerð milli hins op- inbera og skattþegns. 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.