Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1973, Blaðsíða 29

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1973, Blaðsíða 29
heimilt samkvæmt 40. gr. stjórnarskrárinnar og staðfest af dóm- stólum, að láta breytingu á skattalögum, sem staðfest hafa verið í lok skattárs eða á álagningarári, áður en skattskrá er lögð fram, gilda um tekjur undanfarins skattárs." Þessu til viðbótar vildi ég segja, að dómur um ógildi skattalaga gæti í sumum tilvikum haft svo víðtækar verkanir, að hann setti fjármála- kerfi þjóðfélagsins að einhverju leyti úr skorðum. Þegar kemur til mats á slíkum sjónarmiðum annars vegar og hins vegar hagsmunum einstakra skattþegna, sem byggja rétt sinn e. t. v. á óljósum og jafn- vel óskráðum grundvallarreglum stjórnskipunarlaga, er næstum óhjá- kvæmilegt, að niðurstaðan verði skattþegn í óhag. Þetta viðhorf kem- ur raunar glöggt fram í dómum Hæstaréttar í stóreignaskattsmálunum svonefndu, en þar virðist rétturinn að vísu vera að veita löggjafanum áminningu og segja, að öllu lengra verði ekki gengið. Það dæmi, sem ég hef nefnt um íþyngjandi og afturvirkar breyt- ingar á skattalögum, er tekið af handahófi. Fjölda hliðstæðra tilvika mætti nefna úr gildandi skattalögum. Atvinnurekandi getur t. d. haldið því fram með gildum rökum, að löggjafinn hafi beinlínis hvatt hann til meiriháttar fjárfestinga á ár- inu 1971, með loforði um sérstök skattfríðindi, sem fólust í fyrningar- reglum D. liðar 12. gr. 1. 14. apríl 1971, og síðan brugðizt því loforði, áður en lögin komu til framkvæmda, með því að setja nýjar reglur um þetta efni í 1. nr. 7, 23. marz 1972. Annar skattþegn kynni að halda því fram, að hann hafi um árabil vanrækt eðlilegt viðhald á húseign sinni vegna fjárhagsörðugleika. Á árinu 1971 hafi efnahagur hans hins vegar verið orðinn það góður, að hann hafi ákveðið að leggja út í umfangsmikla viðgerð á húsinu og þá vitanlega í þeirri góðu trú, að hann fengi allan sannanlegan við- haldskostnað frádreginn tekjum við álagningu 1972. Síðan er hann svo sviptur þessum skattfríðindum með reglugerð, sem fjármálaráðu- neytið setur þ. 30. des. 1971 og ákveður þar, að til frádráttar tekjum skuli aðeins koma fjárhæð, er sé fastur hundraðshluti af fasteigna- mati húss. Á þessum dæmum og öðrum, sem hægt væri að nefna til viðbótar, eru vitanlega meiri eða minni blæbrigði, en rök skattþegns annars vegar og skattkrefjanda hins vegar yrðu væntanlega ekki mjög frá- brugðin þeim, sem fram komu í því ímyndaða máli, sem ég leyfði mér að setja á svið út af skattskyldu söluhagnaðar af fasteign, og ég held, að niðurstaðan yrði sú sama. En þó að ég sé þeirrar skoðunar, að stjórnskipunarlög veiti skatt- 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.