Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1973, Blaðsíða 27

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1973, Blaðsíða 27
skattfrjálsan, að hann hafi átt eignina í 6 ár eða lengur. Hafi hann átt eignina í full 5 ár, en skemur en 6 ár, telst fjórðungur ágóðans til skattskyldra tekna. Löggjafinn var að vísu óvenju tillitssamur í þessu tilviki, því að lögunum var fyrst ætlað að koma til framkvæmda við álagningu skatta fyrir skattárið 1971, þ. e. á árinu 1972. Ef skattþegn, sem átt hefur fasteign í full fimm ár, hefur selt hana á tímabilinu frá 1. jan. til 14. apríl 1971 og ekki fengið allan söluágóð- ann skattfrjálsan vegna breyttra lagaákvæða, er ekki nema von, að hann telji sig hart leikinn, og hann kynni að vilja bera réttmæti álagn- ingarinnar undir dómstóla, en fyrst gerir hann sér væntanlega ljóst, á hverju hann ætlar að byggja kröfugerð sína. Ég gæti hugsað mér, að röksemdir hans yrðu eitthvað á þessa leið: Álagning, sem til er komin með þessum hætti, er bersýnilega ósann- gjörn, þar sem lagabreytingin hefur íþyngjandi og afturvirk áhrif. Skattþegn, sem átt hefur fasteign í full 5 ár og selur hana á þessu umrædda tímabili, er verr settur en A, sem seldi á árinu 1970 og fékk söluágóða skattfrjálsan að fullu, og hann er einnig veiT settur en B, sem e. t. v. hafði í huga að selja eign sína á þessu tímabili, en af ein- hverjum ástæðum lét ekki verða af því, en gat svo metið þýðingu slíkrar ráðstöfunar í skattalegu tilliti eftir 14. apríl 1971. Úr því að hann hafði átt þessa fasteign í full 5 ár, mátti hann hafa góða og gilda ástæðu til að ætla, að söluágóði, sem hann kynni að fá, yrði skattfrjáls. Óbreytt löggjöf á þessu sviði var, fyrir þennan skattþegn, alger for- senda fyrir því, að hann gerði þessa fjármunaráðstöfun á þessum tíma, því að hann hefði beðið í eitt ár til viðbótar og fengið þá sölu- ágóðann skattfrjálsan, ef hann hefði vitað um fyrirhugaða lagabreyt- ingu. Hann mundi væntanlega halda því fram, að slík skattlagning færi í bág við meginstefnu 67. gr. stjórnarskrárinnar, og nærtækt væri í því sambandi að vitna í dóma Hæstaréttar 1 svonefndum stóreigna- skattsmálum, þar sem ótvírætt kemur fram, að dómstólar geta fellt úr gildi skattalög að meira eða minna leyti, ef þau þykja ganga of nærri þessu stjórnai’skrárákvæði, og þá ekki aðeins fyrir þá sök, að skattlagning nálgist eignaupptöku, heldur einnig vegna þess, að hún sé brot á grundvallarreglum laga um jafnrétti þegnanna, en þær reglur hafa m. a. verið taldar eiga stoð í ákvæðum 67. gr. stjórnarskrárinnar. Líklegt má telja, að skattkrefjandi bæri fram þessi gagnrök: Ekki er nóg að halda því fram, að ósanngjarnt sé að beita lögunum í þessum tilvikum. Öll skattalög eru ósanngjörn að meira eða minna leyti frá sjónarmiði skattþegns. Hann verður að sýna fram á, að beit- ing lagareglunnar sé brot á rétti, sem honum er tryggður með stjórn- 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.