Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1973, Blaðsíða 30

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1973, Blaðsíða 30
þegnum ekki vernd gegn afleiðingum íþyngjandi og afturvirkra skatta- lagabreytinga af því tagi, sem ég hef aðallega fjallað um, er ekki þar með sagt, að sá háttur, sem löggjafinn hefur tíðast á afgreiðslu skatta- lagabreytinga sé eðlilegur eða æskilegur. Skattþegn ætti að geta gert sér grein fyrir því á þeim tíma, sem hann er að afla tekna og ráðstafa þeim aftur, hvaða áhrif hver einstök ráðstöfun hefur í skattalegu tilliti, og sama gildir um þær ráðstafanir, er hann kann að gera varð- andi eignir sínar. Hann á helzt ekki að þurfa að gera ráð fyrir, að það, sem hann hefur gert eða látið ógert að þessu leyti á skattárinu, hafi allt aðrar afleiðingar en ástæða var til að ætla, þegar hann tók hverja einstaka ákvörðun. Það er því að mínum dómi tvímælalaust æskilegt, að löggjafinn hagi svo gildistöku skattalagabreytinga, að þau ákvæði nýrra laga, sem færa út mörk þess, sem talið er til skattskyldra tekna eða eigna, komi ekki til framkvæmda fyrr en við álagningu að liðnu fullnuðu skattári. Lög sem sett væru um þess konar breytingar, t. d. nú fyrir áramótin, ættu því ekki að koma til framkvæmda fyrr en við álagn- ingu 1974. Sú mótbára kynni að koma fram gegn þessari málsmeðferð, að gild- istaka skattalagabreytinga þyldi enga bið vegna aðkallandi tekjuþarf- ar hins opinbera. Þessi röksemd fær varla staðizt, því að skattalaga- breytingar af þessari tegund snerta oftast einangruð tilvik í heildar- skattkerfinu og hafa sjaldnast nokkur úrslitaáhrif á tekjuöflun opin- berra aðila. Að svo miklu leyti sem slíkri tekjuþörf yfirleitt verður mætt með beinum sköttum, má gera það með ákvörðun um almenna skatthækkun um tiltekinn hundraðshluta, eins og raunar oft hefur verið gert og enginn dregur í efa, að heimilt sé að gera fyrirvaralaust. Og enda þótt þeir menn, sem á hverjum tíma marka stefnu löggjaf- ans í þjóðmálum, séu eitthvert árið þeirrar skoðunar, að búið sé að finna lausn á því, hvernig skipta beri skattbyrðinni réttlátlega milli þegnanna og telji brýnt að koma á nýrri skipan þeirra mála, má ekki gleyma því, að fátt er jafn óáþreifanlegt og réttlæti í skattamálum. Þess hefur lengi verið leitað og af mörgum, og ef það kynni einhvern tíma að finnast, ætti ekki að skaða, þó að það dragist eitt ár að koma því í framkvæmd. Ef áfram verður haldið á þeirri braut að gera óvæntar breytingar á skattalögum og án eðlilegs fyrirvara, er hætt við, að það leiði aðeins til þeirrar tegundar af réttlæti, sem frægt er af sögusviði fslandsklukk- unnar, „að þeir sem voru sýknaðir í fyrra eru dæmdir í ár“. 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.