Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1973, Síða 38

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1973, Síða 38
Frá Lögmamiaféla§i íslands Formaður Lögfræðingafélags Islands kom að máli við mig á dögunum og nú á rétt einu sinni að reyna að hressa upp á tímaritið. Eitt hressingarlyfið er í því fólgið að úthluta Lögmannafélagi íslands arkarparti í hverju hefti, þar sem segja skal minnisverð iíðindi. Fyrir þetta ber vissulega að þakka, og þá ekki sízt fyrir þá sök, að lög- fræðingafélaginu hefur tekizt að halda lífinu í þessu tímariti síðan það tók við því úr hendi lögmannafélagsins fyrir 12 árum. Lögmannafélagið hefur svo sem reynt að halda úti Blaði lögmanna og gefa út Félagsbréf, en ósköp hafa þær tilraunir borið lítinn ávöxt. Skýringin er auðvitað nærtæk, við berum við annríki, en er það ekki allt of léttvæg afsökun? Mér dettur í hug, að skýringarinnar sé ekki minnst að leita í þeirri áráttu okkar að vera of hátíðlegir, of alvarlegir og of vandlátir. Samt er málfar okkar ekki betra en svo, að á Suðurlandi er fullyrt, að við skrifum ekki okkar móðurmál heldur lögmál. Nóg er um það. Þegar tekinn er saman pistill eins og þessi kemur margt upp í hugann, sem vissulega væri þess virði að nefna, stundum nöldur og stundum ekki. Nú get ég ekki stillt mig um að nöldra svolítið. Hér í tímaritinu er ágætur þáttur, þar sem sagt er frá ýmsum dómum, er gengið hafa í héraði og þykja athyglisverðir. Þarna er í stuttu máli gerð grein fyrir efni málsins, málsástæðum og niðurstöðu, svo að kemur að góðum notum. Við þetta verk er hafður sami háttur og í íslenzkum dómaskrám og nú síðast í Dómum í vátryggingamálum, að málsaðilar eru yfirleitt auðkenndir með bókstöfum: A stefndi B o. s. frv. Stundum er skip tilgreint með nafni og númeri, stundum ekki, stundum er getið nafns banka eða stofnunar, stundum ekki, og úr þessu verður jafnvel aðdáunarverður stafagaldur að hætti 17. aldar. Einna leiðin- legastur er þessi stafagaldur á dómaskránum, en því nefni ég þetta, að ég held, að það sé sízt til þess fallið, að dómarnir festist í minni og séu hug- stæðir, þegar til þeirra þarf að vitna. í þessu sambandi dettur mér í hug að spyrja, hvort nafnleynd dómarans sé líka nauðsynleg? Mér var víst ætlað að segja fréttir af lögmannafélaginu, en varla verða það nema almælt tíðindi. Fyrir alþingi liggur nú frumvarp til laga um mál- flytjendur, sem orðið hefur fundarefni margra félaga lögfræðinga og sýnist sitt hverjum. Eins og nú horfir vil ég ekki bæta í þann orðabelg, en aðeins óska þess, að sú endurskoðun laganna um málflytjendur, sem í þessu er fólgin, verði okkur öllum til góðs. Lögmannafélagið er við það sama, félagsfundum hefur að vísu heldur fækk- 32

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.