Tímarit lögfræðinga - 01.03.1973, Blaðsíða 42
málgagns BHM, en gefin voru út tvö myndarleg blöð á árinu, sem send hafa
verið félögum. Þá tóku fulltrúar BHM þátt f fundi í Kaupmannahöfn um lýð-
ræði á vinnustöðum og árlegum fundi Nordisk Akademikerrád. BHM átti full-
trúa í nefnd til undirbúnings að stofnfundi félags áhugamanna um vernd
Bernhöftstorfunnar, tvo fulltrúa í Landvernd, sem BHM er aðili að, og einn
fulltrúa í ráði Norræna hússins.
Árgjald aðildarfélaga BHM var á síðasta ári kr. 500 fyrir hvern félaga. Á
aðalfundi fulltrúaráðsins 29. nóvember var ákveðið að hækka árgjald þetta
upp í kr. 1.000,00 fyrir hvern félaga. Ég vil geta þess að ég samþykkti tillögu
þessa efnis, án þess þó að hafa rætt við stjórn Lögfræðingafélagsins. BHM
hefur mikilsverðu hlutverki að gegna, einkum í samningsréttarmálum opin-
berra starfsmanna og hugsanlega einnig í samningsréttarmálum félaga sem
starfa hjá einkaaðilum, þótt ég telji, að sá þáttur samningsmála hafi verið
vanræktur til þessa. Þar sem Lögfræðingafélagið hefur tekið ákvörðun um
aðild að BHM, verður að stuðla að því, að sú aðild hafi þýðingu fyrir félags-
menn. Það getur hún aðeins haft, ef BHM hefur aðstöðu til virkrar starfsemi,
sem aftur krefst húsnæðis-aðstöðu og starfskrafta, sem allt kostar fé. Ég taldi
því, að um annað hvort væri að ræða: að efla starfsemi BHM með auknum
fjárstuðningi eða draga sig út úr starfseminni og ganga úr BHM. Fyrri kost-
inn taldi ég skynsamlegri.
Rétt er að geta þess, að á vegum BHM starfar launamálaráð skipað 15
fulltrúum, þ. á m. Kristjáni Torfasyni frá Lögfræðingafélaginu. Er ætlunin, að
ráð þetta verði í fyrirsvari fyrir BHM, þegar til kjarasamninga kemur að breytt-
um lögum. Starf þess verður því mikið. Er gert ráð fyrir því, að einstök að-
ildarfélög beri kostnað af störfum fulltrúa síns í launamálaráði.
Þá starfaði og ,,ráð sjálfstætt starfandi háskólamanna", og er fulltrúi okkar
þar Logi Guðbrandsson. Ekki hefur starfsemi og hlutverk þessa ráðs verið
endanlega mótað, en fulltrúarnir héldu nokkra fundi á síðasta starfsári.
Ragnar Aðalsteinsson.
Á fundi fulltrúaráðs og formanna aðildarfélaga BHM 23.2. 1973 voru kynnt
ný viðhorf í nefnd þeirri, sem starfar að endurskoðun laga um kjarasamninga
opinberra starfsmanna o. fl. Af ríkisvaldsins hálfu hefur komið fram sú af-
staða að setja beri nú þegar lög um meðferð samningsréttar á þann hátt, að
heildarsamtök, sem fjármálaráðherra viðurkennir, fari með fyrirsvar ríkis-
starfsmanna um gerð aðalkjarasamninga, en einstök aðildarfélög semji um
skipan manna í launaflokka og önnur sérstök kjaraatriði. Þá er og lagt til, að
kjarasamningalögin taki til allra sem skipaðir eru, settir eða ráðnir með
föstum launum miðað við tímamark, enda verði starfið talið aðalstarf.
i þessu felst, að ráðherra verði heimilað að veita BHM samningsrétt við
hlið BSRB, og jafnframt, að þessi heildarsamtök fari með samningsrétt fyrir
öll aðildarfélög sín, einnig þau, sem hafa gert sérsamninga við ríkisvaldið.
Ætlunin er að halda síðar áfram endurskoðun laga að því er varðar verk-
fallsrétt, ævráðningu o. fl.
Á fundinum voru viðhorfin rædd en að lokum ákveðið að fresta að taka
afstöðu til 1. marz.
25.2. 1973.
R. A.
36