Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1973, Blaðsíða 20

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1973, Blaðsíða 20
laga. En það er einmitt á vettvangi skattaréttar, sem reglan hefur verið talin hafa takmarkað gildi. Menn virðast raunar ekki vera á eitt sáttir um, hvernig skilgreina eigi afturvirkni skattalaga, þau hafi í því sambandi algera sérstöðu. Ég leiði hjá mér vangaveltur fræðimanna um það atriði, en bendi að- eins á, að almennt eru skattalög afturvirk í þeim skilningi, að réttar- áhrif þeirra, þ. e. a. s. álagning skatta, miðast við atvik, sem skeð hafa, og staðreyndir, sem til eru orðnar fyrir gildistöku laganna. Þetta er sjálfsagður hlutur í því skattkerfi, sem við búum við, þar sem álagningargrundvöllurinn er tekjur og eign skattþegns á fyrra ári, og væri raunar enginn eðlismunur á, þó að við byggjum við stað- greiðslukerfi. Þessi afturvirkni er hins vegar fyrst neikvæð eða a. m. k. umdeil- anleg, þegar gildistaka skattalagabreytinga er ákveðin með þeim hætti, sem algengast er, að skattþegn er fyrirfram útilokaður frá því að meta afleiðingar breytinganna og aðlaga sig hinum nýju viðhorfum í tæka tíð. Til þess að einangra viðfangsefnið ræði ég í þessu spjalli aðeins um nokkur vandamál, er upp geta komið í sambandi við gildistöku breytinga á lögum um beina skatta og þá fyrst og fremst á lögum um tekju- og eignarskatt og tekjustofna sveitarfélaga. Það eru víst allir sammála um, að skattþegnar verði möglunarlaust að sætta sig við skattalagabreytingar, sem ekki fela í sér annað en al- mennar breytingar á skattstigum, þó að þær geti verið og séu að jafn- aði íþyngjandi og hafi afturvirk áhrif. Spurningin um hugsanlega vernd skattþegns gegn afturvirkum áhrifum skattalagabreytinga verð- ur fyrst raunhæf, þegar breytingin veldur því, að hann er að meira eða minna leyti sviptur skattfrelsi eða skattfríðindum, sem hann kann að hafa notið áður á einhverju tilteknu sviði. Prófessor Ólafur Lárusson ritaði á sínum tíma grein um einn þátt þessa efnis og nefndi „Afnám skattfrelsis". Var hún birt árið 1948 í Úlfljóti og síðar í ritgerðasafninu Lög og saga, er Lögfræðingafélag Islands gaf út árið 1958. Greinin er að stofni til álitsgerð próf. Ólafs til fjármálaráðuneytis- ins um ágreiningsmál, sem upp kom, er felld voru úr gildi 1. nr. 57/1935 um hlunnindi fyrir ný iðn- og iðjufyrirtæki með 5. gr. 1. nr. 9/1941 um breytingu á 1. nr. 6/1935 um tekju- og eignarskatt. Lögin frá 1935 kváðu svo á, að þegar stofnað væri hér á landi eftir gildistöku laganna nýtt iðn- eða iðjufyrirtæki í þeim gi’einum, sem ekki hefðu verið starfræktar hér á landi áður, þá skyldi fyrsta fyrirtækið í hverri 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.