Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1973, Blaðsíða 21

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1973, Blaðsíða 21
grein vera undanþegið greiðslu á tekju- og eignarskatti til ríkissjóðs og á útsvari í bæjar- og sveitarsjóði í 3 ár eftir stofnun. Nú var stofnað hér í Reykjavík á árinu 1938 atvinnufyrirtæki, sem öðlaðist þessi skattfríðindi og fékk á þeim staðfestingu atvinnumála- ráðuneytisins. L. nr. 9/1941 eru birt í Stjórnartíðindum þ. 5. maí og tóku þegar gildi. Það var því lagður tekju- og eignarskattur á þetta fyrirtæki árið 1941, þ. e. á tekjur þess árið 1940 og eign í árslok. Þessu var mótmælt af hálfu fyrirtækisins og bent á, að undanþágu- tíminn hafi ekki verið útrunnin á því tímabili, er skattlagningin var miðuð við, og var það að vísu ágreiningslaust. Hins vegar var því haldið fram af hálfu skattkrefjanda, að undanþágan hafi fallið niður, um leið og heimildarlögin voru felld úr gildi. Prófessor Ólafur ræðir í álitsgerð sinni þá spurningu, hvort ein- hver ákvæði stjórnarskrárinnar takmarki vald löggjafans til þess að fella með þessum hætti úr gildi skattfrelsi, er tiltekinn aðili hafi áður notið, og kemst síðan að þeirri niðurstöðu, að hið eina ákvæði stjórn- arskrárinnar, sem til mála gæti komið, að fæli í sér slíka takmörkun, væri 67. gr. hennar. Og hann telur engan vafa á, að þetta ákvæði stjórnarskrárinnar beri að skilja svo rúmt, að skattfrelsið falli þar und- ir, — það verði í þessu sambandi að skoða sem eignarréttindi, er njóti verndar samkvæmt 67. gr. stjórnarskrárinnar, og verði það því ekki skert án bóta. En próf. Ólafur telur, að skattfrelsið njóti þessarar verndar einvörðungu af þeim sökum, að það hafi verið byggt á samn- ingi, að vísu opinbers réttar eðlis, þar sem löggjafinn hafði í raun gefið tilteknum aðila loforð um skattfríðindi um ákveðið árabil, og stjórnvald síðan staðfest það loforð með bréfi. Þetta mál kom til úrlausnar Hæstaréttar, og er dómurinn í 14. bindi dómasafns réttarins 1943 bls. 154, en þar segir: „Telja verður, að ekki hafi verið unnt, með áfnámi laga nr. 57/1935 að svipta skattfrelsi og útsvars um 3 ár þau fyrirtæki, sem þessi hlunnindi höfðu áður verið veitt samkvæmt heimild í greindum lögum, sbr. 62. gr. stjómarskrár- innar nr. 9/1920“. I grein sinni ræðir próf. Ólafur annan dóm Hæstaréttar um skylt efni, það er dómur í 19. bindi 1948, bls. 587. Efni þess máls var, að með 2. gr. 1. nr. 61/1939, um skatt og útsvarsgreiðslu af stríðsáhættu- þóknun, var svo ákveðið, að stríðsáhættuþóknanir eftir nánar til- greindum samningum milli útgerðarmanna og sjómanna skyldu vera undanþegnar tekjuskatti og tekjuútsvari að hálfu leyti. Lög þessi urðu til með þeim sérstaka hætti, að ríkisstjórnin hafði lofað aðilum að vinnudeilu að greiða fyrir lausn hennar með því að beita sér fyrir 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.