Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1973, Blaðsíða 34

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1973, Blaðsíða 34
AÐALFUNDUR Þann 14. desember s.l. var aSalfundur Lögfræðingafélagsins haldinn í Lögbergi (húsi lagadeildar). Formaður, Þór Vilhjálmsson, setti fund, en Há- kon Guðmundsson yfirborgarómari var kjörinn fundarstjóri. Síðan flutti for- maður skýrslu liðins starfsárs, og eru aðalatriði þeirrar skýrslu birt annars staðar í ritinu. Gjaldkeri, Sigurður Hafstein, gerði grein fyrir reikningum, og kom fram hjá honum, að þörf væri á að hækka verulega árgjöld, m. a. vegna hækkaðs tillags til Bandalags háskólamanna sökum aukinnar starfsemi banda- lagsins. Þá flutti Ragnar Aðalsteinsson skýrslu af starfsemi Bandalags há- skólamanna. Eru meginatriði skýrslu hans birt annars staðar í ritinu. Nokkrar umræður urðu um skýrslur þessar og reikningana, en þeir voru síðan sam- þykktir samhljóða. Þá fór fram stjórnarkjör. Af fráfarandi stjórnarmönnum gáfu þeir Sigurður Hafstein og Friðrik Ólafsson ekki kost á sér til endurkjörs og voru þeim þökkuð störf þeirra í stjórn félagsins. Þessir hlutu kosningu: Formaður var endurkjörinn Þór Vilhjálmsson, og varaformaður var endur- kjörinn Jónatan Þórmundsson. Aðrir í stjórn voru kosnir: Hjalti Zophoníasson, Hrafn Bragason, Stefán Már Stefánsson, Skúli Pálsson og Knútur Bruun. í varastjórn voru kjörin: Auður Þorbergsdóttir, Magnús Thoroddsen, Hjörtur Torfason, Þórir Oddsson, Þorvaldur Grétar Einarsson, Helgi Ágústsson og Sigurður Líndal. Endurskoðendur voru kosnir: Ragnar Ólafsson og Árni Björns- son. Til vara: Helgi V. Jónsson og Sigurður Baldursson. í fulltrúaráð B.H.M. voru endurkosnir: Ragnar Aðalsteinsson, Bjarni K. Bjarnason og Hallvarður Einvarðsson, til vara: Magnús Thoroddsen, Bragi Steinarsson og Þorleifur Pálsson. 1 kjaramálanefnd félagsins voru kosnir: Kristján Torfason, Steingrímur Gautur Kristjánsson, Bogi Ingimarsson, Helgi Ágústsson, Þorvaldur Grétar Einarsson, Haraldur Henrýsson og Kristinn Ólafsson. Til vara: Þórhallur Ein- arsson og Þórarinn Árnason. Fráfarandi stjórn gerði tillögu um, að félagsgjöld yrðu hækkuð í kr. 1.500,00. Tillaga kom fram frá Benedikt Blöndal þess efnis, að árgjöld yrðu kr. 1.600,00, og var það samþykkt mótatkvæðalaust. Að loknum venjulegum aðalfundarstörfum voru tekin fyrir önnur mál, m. a. sþurðist Ragnar Aðalsteinsson fyrir um, hvað liði viðræðum um frekari sam- vinnu Lögfræðingafélagsins og Lögmannafélagsins. Formaður kvað slíkar umræður ekki komnar á skýrsluhæft stig. Björn Þ. Guðmundsson kom fram með þá tillögu, að tilraun yrði gerð til að setja meiri reisn á aðalfundi fé- lagsins, t. d. með því að setja sérstakt umræðuefni á dagskrá. Tóku fundar- menn vel þessari tilögu Björns. Fleiri tóku til máls og sþunnust af því gagn- legar umræður um mörg atriði, sem verða stjórn félagsins gott veganesti. Sá galli var á þessum aðalfundi sem mörgum fyrri aðalfundum félagsins, að allt of fáir sóttu hann. Mættu félagsmenn, sem annars sækja vel fundi og námskeið félagsins, vera hirðusamari um aðalfundinn, þar sem mörg mikil- væg málefni eru þar til úrlausnar og margt það rætt, sem varðar félagið og félagsmenn miklu. Hrafn Bragason. 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.