Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1973, Blaðsíða 25

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1973, Blaðsíða 25
Mér er kunnugt um menn, sem haft hafa á orði eftir álagningu skatta og útsvara á þessu ári, að þeir mundu freista þess að leita réttar síns fyrir dómstólum og fá úr því skorið, hvort þeim sé skylt að þola aukna skattbyrði, sem þeir telja sig hafa orðið að axla vegna íþyngjandi afturvirkra breytinga á skattalögum. Sumpart eru þetta skattalög sett á árinu 1971, sumpart á þessu ári, en eiga það sameiginlegt að koma til framkvæmda nú í ár. Ekki veit ég til, að íslenzkir dómstólar hafi tekið afstöðu til þessara spurninga sérstaklega, en mér þykir rétt að minnast hér á tvo norska hæstaréttardóma, sem kynnu að varpa nokkru ljósi á mál af sama tagi, þó þeir séu að vísu nokkuð komnir til ára sinna. Þeir eru báðir frá árinu 1923, sá fyrri kveðinn upp þ. 8. maí og er birtur í Norsk Rets- tidende 1924 bls. 12—16. Málið var þannig vaxið, að með 1. frá 3. maí 1918 voru gerðar nokkr- ar breytingar á skattalögum í Noregi. Þar á meðal var ákvæði þess efnis, að söluhagnað, m. a. af fasteignum, skyldi alltaf skattleggja sem tekjur, ef eignarhald seljanda hefði varað í skemmri tíma en 5 ár. Áður mun skattskyldan aðeins hafa náð til söluhagnaðar, er til var orðinn við atvinnurekstur eða „spekulation“. Lögin komu til fram- kvæmda við álagningu fyrir skattárið 1918, og þar með var einnig skattlagður söluhagnaður, sem orðinn var til á tímabilinu frá 1. jan- úar til 3. maí 1918, þótt þá væru ekki í gildi neinar lagareglur um skattskyldu slíks hagnaðar. Spurningin um það, hvort þessi skatt- lagning færi í bág við 97. gr. norsku stjómarskrárinnar, var lögð fyrir hæstarétt. Fjórir dómendur töldu skattlagninguna vera brot á þessu stj órnarskrárákvæði, en þrír töldu, að svo væri ekki. Með dómi, sem kveðinn var upp í hæstarétti þ. 21. nóv. sama ár og birtur er í Norsk Retstidende 1924, bls. 18—25, komst rétturinn að gagnstæðri niðurstöðu um mál, sem var nákvæmlega sama eðlis. Þá töldu fjórir dómendur, að slík skattlagning færi ekki í bág við 97. gr. stjórnarskrárinnar, en þrír töldu svo vera. Allir dómendur gerðu ít- arlega grein fyrir atkvæði sínu, og eru engin tök á að rekja þær rök- semdir, svo að gagn sé að. Þó vil ég geta þess, að í málinu var lögð fram álitsgerð, er prófessorarnir Ragnar Knoph og Michael Lie höfðu samið, og eru í henni ýmsar athugasemdir um tekjuhugtakið almennt, en niðurstaða þeirra var svohljóðandi: „Som utgangspunkt for intektsskattens forhold til Grunnloven má det altsá fastslás at tilbakevirking i disse forhold er det normale, som Grunnloven ikke i sit principp har noget á innvende mot.“ Dóma um gildi afturvirkra skattalaga, sem ganga í sömu átt og hinn 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.