Tímarit lögfræðinga - 01.03.1973, Blaðsíða 40
Frá
Bandalagi
háskólamaniia
Svo sem kunnugt er var Bandalag háskólamanna (BHM) stofnað árið 1958.
Aðildarfélög eru 15 og félagatala á árinu 1972 samtals 1.852. Með æðsta vald
í BHM fer fulltrúaráð, sem er skipað 28 fulltrúum kjörnum á aðalfundum hinna
ýmsu aðildarfélaga. Fjöldi fulltrúa í ráðinu fer eftir félagatölu einstakra félaga,
og eru fulltrúar Lögfræðingafélagsins 3, þeir Bjarni Kristinn Bjarnason, Hall-
varður Einvarðsson og Ragnar Aðalsteinsson. Fulltrúaráðið kýs 5 manna stjórn
BHM, sem fer með daglega yfirstjórn félagsins. Formaður á síðasta ári var
dr. Ragnar Ingimarsson verkfræðingur. i stjórninni á meðal annars sæti Hrafn
Bragason borgardómari, en aðrir í stjórn eru nú: Markús Á. Einarsson veður-
fræðingur (formaður), Heimir Þorleifsson menntaskólakennari, Hilmar Ólafs-
son arkitekt og Bjarki Magnússon læknir. Hjá bandalaginu er nú starfsmaður
allan daginn, sem ráðinn var á síðastliðnu hausti. Er það Guðríður Þorsteins-
dóttir lögfræðingur. Skrifstofa félagsins er opin alla daga, og er hún í Fé-
lagsstofnun stúdenta. Fundir í fulltrúaráðinu voru haldnir 28. febrúar, 26. apríl,
og aðalfundur síðan 29. nóvember s.l. Eftir aðalfundinn hefur verið haldinn
einn fulltrúaráðsfundur þ. 12. desember s.l.
Meginstarf bandalagsins lýtur að kjaramálum, og þó ef til vill einkum kjara-
málum starfsmanna í opinberri þjónustu. í marz s.l. skipaði fjármálaráðherra
nefnd til að endurskoða lögin um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins,
lögin um kjarasamninga opinberra starfsmanna og lögin um verkfall opin-
berra starfsmanna og önnur skyld lög. Var nefnd þessi skipuð með hliðsjón
af því ákvæði málefnasamnings ríkisstjórnarinnar, að það væri vilji hennar,
að opinberir starfsmenn fái fullan samningsrétt um kjör sín, enda hverfi þá
öll sjálfvirk tengsl á milli launasamninga þeirra og annars launafólks. For-
maður nefndar þessarar er Benedikt Sigurjónsson hæstaréttardómari, en að
auki eiga í henni sæti fulltrúar allra stjórnmálaflokkanna, svo og tveir full-
trúar frá BSRB og einn fulltrúi frá BHM. Fulltrúi BHM í nefndinni á síðasta
ári var Ragnar Ingimarsson, en til vara Þór Vilhjálmsson prófessor. Hrafn
Bragason hefur nú tekið sæti Ragnars í nefndinni.Afstaða fulltrúa BSRB og
BHM í nefndinni hefur í megindráttum verið þessi:
1. Að hin nýja löggjöf taki til nánast allra starfsmanna, sem settir eru, skip-
aðir eða ráðnir í þjónustu ríkisins, ríkisstofnana, eða atvinnufyrirtækja ríkisins.
2. Samningsaðilar verði fulltrúar ríkisins annars vegar og hins vegar heild-
arsamtök, sem ríkið viðurkennir, svo og aðildarfélög innan slíkra heildar-
samtaka. Virðist allt benda til, að BHM fái sjálfstæða samningsaðild fyrir
félagsmenn sína við hlið BSRB.
34