Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1973, Blaðsíða 11

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1973, Blaðsíða 11
vegar athyglisvert, að skv. ákvæðum 35. gr. tskl. eru slík félög nú skyld til að senda inn skýrslu um tekjur sínar og eignir jafnt og þeir, sem skattskyldir eru, og sýnist ekki óeðlilegt, enda eru margir þessir aðiljar stór fyrirtæki með fjölda starfsmanna. En þá er vert að at- huga, hverjir það eru, sem skyldan til að uppfylla framtalsskylduna hvílir á. 1 35. gr. tskl. segir: „Framtalsskyldan hvílir á hverjum ein- staklingi, sameiginlega á hjónum, sem samvistum eru, á stjórn félags eða stofnunar og þeim, er hefur á hendi fjárhald fyrir þann, sem ekki er fjárráða, og einnig á skiptaráðendum og skiptaforstjórum dánar- og þrotabúa, erfingjum, er skipta einkaskiptum, og maka, er situr í óskiptu búi, svo og á hverjum þeim, sem veitir forstöðu verzlun, verk- smiðju eða öðru atvinnufyrirtæki, ef eigandinn er eigi búsettur innan- lands.“ Um þessa upptalningu er í sjálfu sér ekki mikið að segja, hún skýrir sig sjálf. Þó er rétt að vekja sérstaka athygli á framtalsskyldu stjórnar félags eða stofnunar. Ekki er í þessari upptalningu sérstaklega getið framtalsskyldu foreldra barna innan sextán ára aldurs, en er sjálfsagt óþarft, þegar í huga eru höfð ákvæðin um fjárhaldsmennina. Skattframtalið. Framtalið sjálft skal eftir lögunum vera skriflegt, þ. e. munnleg framtalsskýrsla er ekki lögmæt, en ákveðið er, að skattstjóra eða um- boðsmanni hans sé skylt að aðstoða þann, sem ófær er sjálfur að rita framtalsskýrslu sína. Þarna mun ekki einungis vera átt við það, að framteljandi sé óskrifandi yfir höfuð, heldur mun nægja vankunnátta hans eða vantraust hans á sjálfum sér til verksins að öðru leyti. Fram- talsaðstoðin breytir auðvitað engu um upplýsingarskyldu framteljanda eða öðrum skyldum í sambandi við framtalið. Framtalsskýrslan á auk þess að vera skrifleg, að vera í því formi, sem ríkisskattstj óri ákveður. Ekki hafa lögin frekari ákvæði um þetta form. I 86. gr. rglg. er hins vegar að finna nokkur ákvæði um framtalseyðublöð. Þar er að vísu fjármálaráðherra skylt að láta gera framtalseyðublöð, en mér sýnist óhætt að fara eftir ákvæðum reglugerðarinnar að breyttu breytanda, enda mun embætti ríkisskattstjóra hafa annazt þennan þátt í umboði ráðherrans um mörg ár. Um það, hvernig eyðublöðin skuli útbúin, eru engin ákvæði, form þeirra virðist vera falið ríkisskattstjóra á vald, en þó gefa ákvæði í 85. gr. reglg. nokkrar vísbendingar um það form, sem hlýtur að verða á framtölum. 1 þessari grein er að finna ákvæði um efnisinnihald framtals, og mundi sjálfsagt eyðublaðssemjandinn vera bundinn af því að gera eyðublaðið þannig úr garði, að hægt sé að 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.