Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1973, Blaðsíða 32

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1973, Blaðsíða 32
Frá Lögfræðingafélagi Islands SKÝRSLA UM STÖRF LÖGFRÆÐINGAFÉLAGSINS 1971—1972 Siðasta starfsár lögfræðingafélagsins var frá aðalfundi 20. desember 1971 til aðalfundar 14. desember 1972. Stjórnarmenn og aðrir sýslunarmenn fé- lagsins þetta ár eru taldir upp í 1. hefti Tímarits lögfræðinga 1972. Nokkur atriði úr skýrslu þeirri, sem lögð var fram á aðalfundinum í desember skulu tekin hér upp: 1. Kjaramál Kjaramálanefnd hélt tvo fundi á starfsárinu, annan með stjórn félagsins. Yfir stendur endurskoðun á lögum um kjarasamninga opinberra starfs- manna nr. 55/1962 og um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 38/1954. Vonir standa til, að þessi endurskoðun muni leiða til verulegrar aðstöðu- breytingar fyrir samtök háskólamanna að því er kjaramál varðar, en niður- staða er ekki fengin. Gildandi kjarasamningar koma til endurskoðunar að því er ríkisstarfsmenn varðar á árinu 1973, en ekki hefur þótt vera tilefni til veru- legra átaka á síðasta starfsári á þessu sviði. Þörf er á að ræða viðhorf í kjara- málum á félagsfundi á næstunni. 2. Félagsfundir Almennir félagsfundir voru 5 á starfsárinu, allt fræðafundir. Umræðuefni, fyrirlesarar og fundardagar voru sem hér segir: Hjúskaparlögin (dr. Ármann Snævarr) 27. janúar. Örorkumöt (Gunnar M. Guðmundsson hrl. og Páll Sigurðsson ráðuneytis- stjóri) 22. febrúar. Eignarréttur að almenningum (próf. Sig. Líndal) 21 .marz. Endurkröfuréttur vátryggingarfélaga (próf. Arnljótur Björnsson) 27. apríl. Res judicata (Magnús Thoroddsen borgardómari) 26. október. Stjórnarfundir voru 13. Fundir í kjaramálanefnd voru tveir sem fyrr segir. 3. Tímarit lögfræðinga Á árinu 1972 komu út tvö hefti af Tímariti lögfræðinga. Ritstjóri tímaritsins er próf. Theodór B. Líndal. Afgreiðslumaður er Hilmar Norðfjörð. 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.