Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1973, Side 32

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1973, Side 32
Frá Lögfræðingafélagi Islands SKÝRSLA UM STÖRF LÖGFRÆÐINGAFÉLAGSINS 1971—1972 Siðasta starfsár lögfræðingafélagsins var frá aðalfundi 20. desember 1971 til aðalfundar 14. desember 1972. Stjórnarmenn og aðrir sýslunarmenn fé- lagsins þetta ár eru taldir upp í 1. hefti Tímarits lögfræðinga 1972. Nokkur atriði úr skýrslu þeirri, sem lögð var fram á aðalfundinum í desember skulu tekin hér upp: 1. Kjaramál Kjaramálanefnd hélt tvo fundi á starfsárinu, annan með stjórn félagsins. Yfir stendur endurskoðun á lögum um kjarasamninga opinberra starfs- manna nr. 55/1962 og um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 38/1954. Vonir standa til, að þessi endurskoðun muni leiða til verulegrar aðstöðu- breytingar fyrir samtök háskólamanna að því er kjaramál varðar, en niður- staða er ekki fengin. Gildandi kjarasamningar koma til endurskoðunar að því er ríkisstarfsmenn varðar á árinu 1973, en ekki hefur þótt vera tilefni til veru- legra átaka á síðasta starfsári á þessu sviði. Þörf er á að ræða viðhorf í kjara- málum á félagsfundi á næstunni. 2. Félagsfundir Almennir félagsfundir voru 5 á starfsárinu, allt fræðafundir. Umræðuefni, fyrirlesarar og fundardagar voru sem hér segir: Hjúskaparlögin (dr. Ármann Snævarr) 27. janúar. Örorkumöt (Gunnar M. Guðmundsson hrl. og Páll Sigurðsson ráðuneytis- stjóri) 22. febrúar. Eignarréttur að almenningum (próf. Sig. Líndal) 21 .marz. Endurkröfuréttur vátryggingarfélaga (próf. Arnljótur Björnsson) 27. apríl. Res judicata (Magnús Thoroddsen borgardómari) 26. október. Stjórnarfundir voru 13. Fundir í kjaramálanefnd voru tveir sem fyrr segir. 3. Tímarit lögfræðinga Á árinu 1972 komu út tvö hefti af Tímariti lögfræðinga. Ritstjóri tímaritsins er próf. Theodór B. Líndal. Afgreiðslumaður er Hilmar Norðfjörð. 26

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.