Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1973, Blaðsíða 26

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1973, Blaðsíða 26
síðari af þeim sem ég nefndi, er að finna í Norsk Retstidende 1925, bls. 588 og bls. 920 og frá 1940 bls. 487. Mér er ókunnugt um yngri norska dóma, er tekið hafa afstöðu til gildis 97. gr. norsku stjórnarskrárinnar að því er skattaréttinn varð- ar. Það mun einnig hafa verið viðtekin regla í Noregi um langt skeið að haga svo setningu skattalagabreytinga, að þær hefðu ekki eða í sem minnstum mæli afturvirk áhrif, að svo miklu leyti sem þær hafa verið íþyngjandi fyrir skattþegna. Þannig voru t. d. sett lög þ. 27. apríl 1962, sem takmörkuðu heimild til afskrifta af nýjum skipum. 1 gildistökuákvæðum þessara laga var svo fyrir mælt, að engin breyt- ing yrði á afskriftareglum að því er varðaði skip, sem keypt voru eða samið um kaup á fyrir 1. janúar 1962. Þessi þróun er e. t. v. dálítið andstæð því, sem ætla hefði mátt miðað við þá dómvenju, sem til var orðin um afturvirkni skattalaga. En það á sína skýringu. 1 bók sinni „Innföring i Skatteretten“ bendir Káre Kvisli á, að beinir skattar í Noregi séu nú orðnir miklum mun hærri en áður var. Á árunum 1920 —30 var skattbyrði gjaldanda naumast meiri en svo, að greitt var í hæsta lagi 25—30% af tekjum. Á árinu 1962, þegar bókin er skrifuð, er þetta hlutfall hins vegar komið upp í 60—70% hjá stórum hópi gjaldenda. Hann telur því, að það sé stórum alvarlegra mál nú en áður var fyrir skattþegn að þurfa að taka á sig án eðlilegs fyrirvara auknar byrðar vegna íþyngjandi skattalagabreytinga, og þetta sjónarmið hefur norski löggjafinn ber- sýnilega virt. Þessi höfundur dregur jafnvel í efa, að afstaða norskra dómstóla nú mundi verða hin sama og áður, ef lögð væru fyrir þá mál af svipuðum toga spunnin og tilvik þau, sem fjallað var um í dómum þeim, er ég áður vitnaði til. Það er forvitnilegt að reyna að gera sér grein fyrir, hver yrði afstaða íslenzkra dómstóla, ef stefnt væri fyrir þá ágreiningsefnum af þessu tagi. Til þess að átta sig á spurningunni má taka dæmi, sem getur orðið raunverulegt hvenær sem er. Með 4. gr. 1. nr. 30, 14. apríl 1971 um breytingu á 1. nr. 90/1965 um tekju- og eignarskatt, var á ýmsan hátt breytt fyrri reglum um skatt- skyldan söluhagnað af eignum, þ. á m. fasteignum. Áður hafði sú regla gilt, að ágóði af sölu var skattfrjáls, ef seljandi hafði átt eignina í 5 ár eða lengur, enda var þá jafnframt gert ráð fyrir, að salan félli ekki undir atvinnurekstur skattgreiðanda né hægt væri að sýna fram á, að eignarinnar hefði beinlínis verið aflað í því skyni að selja hana aftur með ágóða. f hinum nýju lögum er svo ákveðið, að vísu aðeins að því er varðar atvinnuhúsnæði, að skattþegn skuli því aðeins fá söluágóða 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.