Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1973, Blaðsíða 15

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1973, Blaðsíða 15
rekstrarhalla hans á landbúnaði, ef hann varð ekki við þeirri áskorun eða svar var ekki fullnægjandi. Þar sem þetta var ekki gert, verður að leggja skýrslu þessa til grundvallar við ákvörðun rekstrarhallans.“ Einnig komst Hæstiréttur að sömu niðurstöðu í dómi í sama bindi bls. 269. Þar segir svo: „Af hálfu áfrýjanda" (þ. e. tollstjóra f. h. ríkis- sjóðs) „er því haldið fram, að framtal stefnda hafi verið svo tortryggi- legt, að hækkun tekjuframtalsins hafi verið heimil af þeim sökum. En þar sem skattyfirvöld rengdu ekki sérstaklega neina einstaka liði í framtalinu né kröfðu stefnda um frekari skýringar á þeim sbr. 35. gr. laga nr. 46/1954, þá þykja að svo vöxnu máli ekki hafa verið efni til þeirrar hækkunar, sem þau gerðu á tekjuframtalinu." Ef framtal berst ekki á framtalsfresti er ótvíræð skylda yfirvalda til áætlunar tekna og eigna og skattlagning í samræmi við það. Ekki er tekið fram um það í lögum, til hverra ráða skuli grípa, ef framtal berst óundirritað. Vegna þess, hve mikið er lagt upp úr þessu atriði í lögunum, þykir mér einsýnt, að það verði að grípa til nokkuð strangra ráðstafana, þegar um er að ræða óundirritað framtal. Bein- ast virðist liggja við að meðhöndla framtalið eins og það sé of seint fram komið, ef leiðrétting berst fyrir útkomu skattskrár. Ef engin leiðrétting berst, virðist þetta atriði geta gefið skattyfirvöldum heim- ild til áætlunar með stoð í 37. gr. tskl. Ef framteljandi gætir þess ekki að búa framtal sitt svo úr garði, að það megi leggja til grundvallar álagningu, hefur það í för með sér heimild og/eða skyldu fyrir skattstjóra að beita vissum refsingum í formi hækkunar á tekjum og/eða eign. Ákvæði þessi er að finna í 47. gr. tskl. og tel ég ekki ástæðu til að fara nánar út í þau atriði hér. Réttaráhrif framtals. Það er ljóst, að skattyfirvöld hafa mjög óbundnar hendur um að krefjast skýringar á öllum þeim atriðum, sem þeim finnast óljós. Á framteljendur er lögð mjög rík skylda til að hafa til reiðu gögn til sannprófunar framtals, og það er á þá lögð sú skylda að geta sannað hvert það atriði, sem þeir setja í framtal. 1 þessu sambandi hlýtur að rísa sú spurning, hver séu yfirleitt réttaráhrif framtals, og þá fyrst og fremst frá sjónarhóli framteljandans. Framteljanda ber lögum samkvæmt skylda til að senda til skattyfirvalda skriflega skýrslu um tekjur sínar og eignir. Það er ljóst af þeim ströngu reglum, sem um þetta fjalla, að það er ætlun löggjafans að binda framtelj andann í báða skó. Verða þessar reglur til þess, að framteljandi er bundinn af yfir- lýsingu sinni um atriði, sem ekki eru í samræmi við veruleikann, t. d. 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.