Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1973, Page 47

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1973, Page 47
NÁMSSTYRKIR Lögfræðingafélaginu hefur borizt bréf, þar sem vakin er athygli á styrkjum til náms í þjóðarétti, sem veittir verða af einni af stofnun Sameinuðu þjóðl- anna, UNITAR — United Nations Institute for Training and Research. Styrk- upphæð og námstími fer eftir aðstæðum umsækjanda, en vert er að vekja athygli á, að styrkir þessir eru auglýstir í mörgum löndum, og er ekki ákveðið, hvort nokkur styrkur kemur í hlut íslendings. Upplýsingar og umsóknareyðu- blöð má fá hjá stjórn Lögfræðingafélagsins. Umsóknarfrestur er til 20. marz, og mun utanríkisráðuneytið taka við umsóknum. KOSNING í ALÞJÓÐADÓMSTÓLINN Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna og öryggisráðið kusu 5 dómara í al- þjóðadómstólinn 30. október 1972. Kosningu hlutu: Isaac Forster (Senegal), André Gros (Frakklandi), José María Ruda (Argentínu), Nagendra Singh (Ind- landi) og Sir Humphrey Waldock (Bretlandi). Kosningum í alþjóðadómstólinn er hagað þannig, að þriðjungur dómara er kosinn á 3 ára fresti, en kjörtíminn er 9 ár. Til að ná kjöri þarf dómaraefni að fá hreinan meirihluta atkvæða bæði á allsherjarþinginu og í öryggisráðinu, en þar gilda þó ekki í þessu sambandi reglurnar um neitunarvald. Kjörtími nýju dómaranna hófst 6. febrúar 1973. Forster og Gros voru endurkosnir, en hinir koma í stað Sir Muhammed Za- frulla Khan (Pakistan) og Luis Padilla Nervo (Mexico), sem ekki náðu endur- kjöri, og Sir Gerald Fitzmaurice (Bretlandi), er ekki gaf kost á sér. Auk þeirra, sem kosnir voru í október s.l., eiga sæti í alþjóðadómstólnum: Fouad Ammoun (Líbanon), Cesar Bengzon (Filippseyjum), Sture Petren (Svíþjóð), Manfred Lachs (Póllandi), Charles D. Onyeama (Nigeríu), Hardy C. Dillard (Bandaríkjunum), Louis Ignacio-Pinto (Dahomey), Federico de Castro (Spáni), Platon D. Morozov (Sovétríkjunum) og Eduardo Jiminez de Arechaga (Uru- guay). — Reglurnar um kjör dómara eru í „samþykktum milliríkjadómsins", sem ísland hefur staðfest og m. a. eru prentaðar í Lagasafni 1965, d. 120 og áfr. — Þess er að geta, að hinir þrír nýju dómarar taka sæti í málum Bretlands og Vestur-Þýzkalands gegn íslandi miðað við upphafsdag kjörtíma þeirra, þ. e. 6. febrúar s.l. Þ. V. 41

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.