Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1974, Page 4

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1974, Page 4
LÖGMENN — STARFSMÖRK OG ÞJÓNUSTA Ritstjórar Tímarits lögfræðinga hafa sýnt Lögmannafélagi íslands þá vin- semd að mælast til þess, að undirritaður semdi örstutt leiðaraspjall í ritið í tilefni af blaðaskrifum f september s.l. um afskipti lögmanna af sölu fasteigna. Málefnið vakti almenningsathygli. Rannsóknarlögreglumaður gat ekki orða bundist og átti blaðaviðtal, vegna þess að á fjörur hans rak í starfi meint mis- ferli við fasteignasölu. Lét hann þess getið, að ,,lögfræðingar“ virtust þar oftast með í ráðum. Stjórn Lögmannafélags íslands svaraði með opinberri yfirlýsingu, þar sem m. a. var á það bent, að eftirlit með framkvæmd laga um fasteignasölu nr. 47/1938 væri slælegt og að illa gerðir samningar við fasteignakaup væru fremur ættaðir frá réttindalausum fasteignasölum og tilkvöddum íhlaupamönn- um, þótt réttindi hafi, en frá lögmönnum, er reka fasteignasölu. Lögð var áhersla á, að þeim firmum og einstaklingum, sem auglýsa fasteignir til sölu, væri veitt aðhald í starfi þeirra, sem og þeim, er selja skip og bifreiðar. I framhaldi þessara hræringa reit stjórn Lögmannafélagsins bréf til dóms- málaráðuneytisins hinn 18. september s.l. Var þar beðið um skrá um fast- eignasölur í Reykjavtk og nágrenni og m. a. vakin athygli á, að félagsstjórnin hefði ástæðu til að ætla, „að þess séu dæmi, að menn með leyfi tii málflutn- ings séu skráðir forsvarsmenn eða forstöðumenn fasteignasölu, án þess að uppfylla skilyrði 3. gr. I. 47/1938 og í raun séu kaupsamningar, afsöl og önnur skjöl varðandi sölu fasteigna gerð af sölumönnum, sem engin starfsréttindi hafa og án nokkurs eftirlits af hálfu þess, sem skráður er fyrir fasteignasöl- unni og hefur til þess leyfi skv. 9. gr. I. nr. 47/1938 eða uppfyllir.13. gr. sömu laga“. Dómsmálaráðuneytið svaraði bréfi þessu hinn 10. október s.l. og sendi skrá yfir fasteignasölur. i bréfi ráðuneytisins segir m. a.: „Jafnframt tekur ráðuneytið fram, að það hefur látið uppi það álit, að firma eða félög megi reka fasteignasölu, ef forstöðumaður þessarar starfsemi firm- ans fullnægir skiiyrðum laga nr. 47/1938. Er þá að sjálfsögðu gengið út frá því, að sá maður vinni að og fylgist með samningagerðum og öðru, sem firmað annast í því sambandi." (Leturbreyting mín.) Þetta leiðir hugann að öðru máli, dómi Hæstaréttar hinn 28. október s.l. í máli gegn stjórn Lögmannafélags Islands. I dómnum er beitt ákvæði 1. gr. reglugerðar nr. 32, 10. febrúar 1971, sbr. heimild í 23. gr. laga nr. 61/1942 um málflytjendur, en þetta reglugerðarákvæði bannar lögfræðingum hjá til- 66

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.