Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1974, Side 5

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1974, Side 5
teknum opinberum stofnunum að stunda málflytjendastarf, „meðan þeir gegna slikum störfum". Ofanrituð dæmi hníga i þá átt að virða og viðurkenna sérstöðu lögmanns, sem rekur starfstofu til þjónustu fyrir almenning, innan lögskipaðra marka. Persónulega tel ég það miður farið að nota þurfi lagastaf og stjórnarfars- legt eftirlit til þess að lögfræðingar, sem ráðnir eru til opinberra starfa, láti ekki freistast til þess að seilast inn á sérsvð lögmanna, hvað þá að aðrir, miður upplýstir, höggvi þar strandhögg. Hví skyldi dómari reka fasteignasölu, skiptaráðandi aðstoða fólk við skipti dánarbúa gegn endurgjaldi, og svo mætti lengi spyrja? Hvers vegna gefur dómsmálaráðuneytið viðstöðulaust út leyfi til málflutn- ings fyrir héraðsdómi til ungra lögfræðinga, sem eru í opinberri þjónustu, jafnvel hjá ráðuneytinu sjálfu, eða hjá öðrum stofnunum, en hafa enga starfs- aðstöðu til að rækja lögmennsku sem almenna þjónustu? Þeir svari, sem betur vita en ég. Hinu get ég svarað af langri reynslu, að starf lögmanns, sem hefur það eitt að atvinnu sinni, krefst ótrúlegrar árvekni og óbilandi þreks, og verður ekki föndrað við það í frístundum, ef vel á að fara, enda þjóðkunnugt, hvenær sem okkur verða mistök á. Að lokum: Best fer á því, að það sé staður fyrir hvern hlut og hver hiutur á sínum stað. Páll S. Pálsson 67

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.