Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1974, Side 18

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1974, Side 18
um samningsaðilanna, svo sem gildistími samnings, uppsagnarfrestur, hvernig skorið skuli úr ágreiningsmálum, sem upp koma o. fl. þess háttar atriði. Ekki er ástæða til þess að taka þessa skiptingu of hátíðlega, en hún er þó löguð til þess að marka höfuðtilgang þessara samninga, sem er sá að gefa reglur um efni þeirra vinnusamninga, sem á grund- velli þeirra eru gerðir. Ýmis ákvæði kjarasamnings falla í reynd til beggja þessara höfuð- flokka. Má þar nefna hina svonefndu friðarskyldu og ákvæði um for- gangsrétt félagsmanna stéttarfélags. " Þá getur og verið um bráðabirgðaákvæði að ræða eða atriði, sem gilda eiga um stundarsakir og oft eiga rætur að rekja til nýlokinnar vinnudeilu, svo sem ákvæði um skyldu vinnuveitanda til að taka aftur í sína þjónustu alla þá starfsmenn, sem að verkfalli eða annarri deilu stóðu. Eða þá að stéttarfélag skuldbindur félagsmenn sína til þess að hefja aftur störf hjá sama vinnuveitanda. En eins og sagt var gn'pa þessir þættir að meira eða minna leyti hver inn í annan og er því öll flokkun fremur fræðilegs eðlis en að hún hafi í sjálfu sér raunhæfa þýðingu. Þegar rætt er almennt um efni kjarasamninga er ástæða til þess að víkja sérstaklega að tveimur atriðum, en það er forgangsréttar- ákvæðið, sem mun vera í flestum, ef ekki öllum kj arasamningum hér- lendis, og er að því leyti nokkuð sérstakt fyrir Island, og svo friðar- skyldan svonefnda. Forgangsrétturinn. Eitt af því sem stéttarfélögin leggja mikla áherslu á í kjarasamn- ingum sínum er, að félagsmönnum þeirra sé tryggður forgangsréttur til vinnu hjá þeim vinnuveitendum, sem við er samið. Stundum eru um það ákvæði í samþykktum félaganna, að félagsmenn megi ekki vinna með utanfélagsmönnum, en oftast er samið um forgangsrétt með beinum ákvæðum kj arasamninganna. Á sama hátt skuldbinda fél- lögin sig einatt til þess að láta viðsemjendur sína vinnuveitendurna sitja fyrir vinnu félagsmanna sinna, eða að þeir megi ekki vinna hjá öðrum vinnuveitendum en viðsemjendum stéttarfélagsins. Hjá ýmsum þjóðum öðrum hefur slíkum ákvæðum verið tekið með nokkurri varúð vegna þeirrar einokunaraðstöðu, sem þessi regla gæti leitt til. En í reynd hefur það þó farið á þann veg, að þessi stefna og 80

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.