Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1974, Síða 36

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1974, Síða 36
megi ekki vera færð saman nótt og nótt til að rýma fyrir gestum. Um kröfuna til hreinna rekkjuvoða og handklæðis verður væntanlega eng- inn ágreiningur. Síðasti málsliður greinarinnar er nýmæli í lögum, sem telja verður mjög þarft, ekki síst í kaupstöðum." Ég hefi ekki fundið dæmi þess, að dómstólar hafi á síðari árum beitt ákvæðum hjúalaga beint, en hinsvegar finnast þess dæmi, að þeim sé beitt með lögjöfnun. Svo vafasamt sem orðið er um gildi þeirra, verður slíkt að teljast mjög hæpið, svo að ekki sé fastar að orði kveðið. Gagnstætt því, sem er um kjarasamninga, er aðalreglan sú, að vinnu- samningar séu ekki formbundnir. Frá þeirri reglu eru þó veigamiklar undantekningar. Þar ber hæst skiprúmssamninga, en í 11. gr. sjó- mannalaga nr. 67/1963 segir svo: „Sérhver samningur um ráðningu í skiprúm á skipi, sem stærra er en 12 smálestir brúttó, skal gerður skriflega. Skal hann skráður á skipshafnarskrá og báðir aðilar undir- rita hann í skipshafnarskránni. 1 samningnum skal meðal annars greina: 1. fullt nafn skipverja, fæðingarár og dag, fæðingarstað og heimili, 2. stöðu hans á skipinu, 3. ferð þá eða tímabil, sem skipverji er ráðinn til, hvar ráðningu skuli slitið og uppsagnarfrest, sé um það samið, 4. umsamið kaup, og sé það ákveðið í einu fyrir ferðina, þá hve lengi búist er við, að sú ferð standi yfir, 5. umsamið kaup fyrir aukavinnu eða eftirvinnu, 6. önnur hlunnindi, er skipverji kann að vera ráðinn fyrir. I lögum um iðnfræðslu nr. 68/1966, 23 gr., er svo fyrir mælt, að þegar meistari eða iðnfyrirtæki tekur nemanda til iðnnáms, skuli gera um það námssamning í samræmi við lögin og reglugerðir settar skv. þeim. Nánari fyrirmæli um form og efni samningsins er að finna í reglugerð um iðnfræðslu nr. 143/1967, en þar segir í 13. og 14. gr.: „Þegar meistari, iðnfyrirtæki eða skóli tekur nemanda til iðnnáms, skal gera um það skriflegan námssamning í þremur eintökum. Fær hvor samningsaðili eitt eintak, en iðnfræðsluráð heldur hinu þriðja, er samningurinn hefur verið staðfestur. Viðkomandi iðnfulltrúi skal staðfesta námssamninga með áritun sinni, og eru þeir ógildir ella. Synji iðnfulltrúi um staðfestingu námssamnings, má áfrýja því til iðnfræðsluráðs. Iðnfræðsluráð leggur til ókeypis eyðublöð undir náms- samninginn og ræður gerð hans, og eru námssamningar gerðir á önn- ur eyðublöð ógildir. Skal námssamningurinn gerður í bókarformi." Form það, sem nú er notað fyrir námssamninga þessa, er við það mið- að, að í samningnum komi fram nafn iðngreinar, nafn og nafnnúmer 98

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.