Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1977, Side 11

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1977, Side 11
saknæmra athafna sjálfstæðs verktaka, ef sérstaklega stendur á. (Nordenson, Bengtsson og Strömbáck, bls. 79). Með lögfestingu skaðabótalaganna eru ekki felldar niður bótaregl- ur, sem eru í sérstökum lögum, t.d. siglingalögum eða loftferðalögum. Þetta er tekið fram í 4-2 norsku laganna og 1:1 SkL. Skaðabótalögin varða fyrst og fremst skaðabætur utan samninga, en um gildissvið þeirra um skaðabætur innan samninga eru ákvæði í 4-1 gr. norsku laganna og 1:1 hinna sænsku laga. Verður lítillega að þeim vikið í 3.10 og 4.2 hér á eftir. 3. NORSKU SKAÐABÓTALÖGIN FRÁ 1969 3.1. Yfirlit yfir efni laganna Lögin skiptast í 5 kafla. Fjallar 1. kafli um skaðabótaábyrgð barna, ábyrgð foreldra og annarra á skaðaverkum barna, ábyrgð geð- veikra manna og ábyrgð á neyðarréttarathöfnum. Annar kafli laganna hefur að geyma reglur um vinnuveitandaábyrgð, þ. á m. heimild til að lækka skaðabætur úr hendi atvinnurekanda. Þá er í kaflanum ákvæði um ábyrgð launþega á skaðaverkum í starfi og lækkunarheimild vegna slíkrar ábyrðar. 1 3. kafla eru reglur um bætur fyrir tjón vegna slysa á mönnum, þ. á m. dánarbætur, bætur fyrir ýmis refsiverð brot gegn persónu manna, ærumeiðingar og brot gegn friðhelgi einkalífs. Einnig er í kaflanum regla, sem fellir að mestu niður endurkröfurétt almanna- trygginga og lífeyrissjóða á hendur skaðabótaskyldum aðila. Loks er í 3. kafla rúm heimild til að lækka skaðabætur fyrir líkamstjón eftir sanngirnissjónarmiðum. 1 4. kafla ségir m.a., að reglur laganna skerði eigi að neinu leyti ábyrgð þá, sem hvíli á réttaraðila skv. samningi. Þar eru og ákvæði um samband skaðabótalaganna og annarrar lög- gjafar. í 5. kafla eru gildistökuákvæði o.fl. 3.2. Ábyrgð barna og unglinga 1 1-1 gr. laganna segir, að börnum og unglingum undir 18 ára aldri sé skylt að bæta tjón það, sem þau valda af ásetningi eða gáleysi, að svo miklu leyti, sem sanngjarnt verður talið með hliðsjón af aldri, þroska, hegðuninni, sem tjóni olli („utvist adferd“), efnahag og öðrum atvikum. Méginreglan er sú, að börn og unglingar bera ábyrgð á saknæmri hegðun sinni, en við er hnýtt mjög rúmri matsreglu, sem veitir heimild til lækkunar skaðabóta, þégar nánar tiltekin skilyrði eru fyrir hendi. 173

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.