Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1977, Page 39

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1977, Page 39
6. Búferlaf lutningar. 6.1. Starfsmaður, sem er aðili að samningi þessum, hefur starfað í þjónustu ríkisins í 5 ár og er síðan skipaður til starfs, sem gerir kröfu til að hann flytji milli lögsagnarumdæma, á rétt á greiðslu fargjalda sinna og fjöl- skyldu sinnar og hæfilegs flutningskostnaðar búslóðar úr ríkissjóði. Réttur til slíkrar greiðslu vaknar að nýju 5 árum eftir að síðast var flutt. 6.2. Starfsaldursskilyrði skv. 6.1. tekur þó eigi til dómarafulltrúa, enda sé flutt eigi skemmri vegalengd en 100 km. 7. Gildistími. 7.1. Um gildistíma og uppsögn þessa dóms fer skv. ákvæðum laga nr. 46/1973, sbr. lög nr. 23/1977. NORRÆNT LÖGFRÆÐINGAÞING 1978 28. norræna lögfræðingaþingið verður haldið í Kaupmannahöfn dagana 23.—25. ágúst n.k. Á þinginu verða rædd ýmis markverð lögfræðileg verkefni, svo sem títt er á slíkum þingum, en þau hafa verið haldin reglulega þriðja hvert ár síðan 1872 að undanskildum styrjaldarárunum. Síðasta þing var haldið í Reykjavík í ágúst 1975. Meðal umræðuefna þessu sinni eru lögfræðileg álita- mál, sem tengjast jafnstöðu karla og kvenna, þar sem aðalframsögumaður verður frú Guðrún Erlendsdóttir, lektor, og vandamál í sambandi við verð- bólgu og samninga, þar sem annar framsögumaður er Benedikt Sigurjóns- son, hæstaréttardómari. Rætt verður einnig m.a. um stöðu og verkefni sak- sóknara og verjanda í oþinberum málum, um vernd einkalífs og tölvur, um hlut refsivistar meðal viðurlaga í refsirétti framtíðarinnar, um skaðabætur og tryggingar og um efnið: réttaröryggi barna, sem rætt verður í sameinuðu þingi. Meðal framsögumanna eru margir mjög kunnir lögfræðingar á Norður- löndum. Tilkynningar um þátttöku ísl. lögfræðinga skulu hafa borist fulltrúa stjórnar íslandsdeildar norrænu lögfræðingaþinganna, Birni Helgasyni, hæstaréttar- ritara, eigi síðar en 30. mars n.k. Stjórn deildarinnar skipa nú: Dr. Ármann Snævarr, forseti Hæstaréttar, Auður Þorbergsdóttir, borgardómari, Baldur Möller, ráðuneytisstjóri, Benedikt Blöndal, hæstaréttarlögmaður, Björn Svein- björnsson, hæstaréttardómari, Guðmundur Ingvi Sigurðsson, hæstaréttarlög- maður, Hrafn Bragason, borgardómari, Þorsteinn Geirsson, deildarstjóri og Þór Vilhjálmsson, hæstaréttardómari. Er það von stjórnarinnar, að margir ísl. lögfræðingar muni taka þátt í norræna lögfræðingaþinginu 1978. Ármann Snævarr. 201

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.