Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1978, Blaðsíða 4

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1978, Blaðsíða 4
getur orðið vandamál. Hér á landi er forsetinn þjóðkjörinn, og sýnist hann eiga að bera sjálfur ábyrgð á sumum stjórnarathöfnum. Til greina kæmi jafn- vel, að svo væri um fleira en stjórnarmyndunartilraunir, meðan starfsstjórn eða utanþingsstjórn er við völd. Nú veit enginn, hvort vald eða ábyrgð starfs- stjórnar er með einhverjum hætti annað en annarra ríkisstjórna. Þá sýnist eðlilegt, að þjóðkjörinn forseti taki á eigin ábyrgð ákvörðun um að synja staðfestingar á lögum. 3) Réttarreglur um stöðu forsætisráðherra eru ekki Ijósar. Hann kemur að sjálfsögðu oft fram sem oddviti og talsmaður ríkisstjórnarinnar, og erlendis situr hann fundi æðstu manna, sem svo eru kallaðir. Lögfræðileg álitamál varðandi vald hans við myndun ríkisstjórna eru ýmis, og ætla má, að svo sé einnig um sitthvað, sem varðar önnur atriði. Sem dæmi um óvissu á þessu sviði má nefna forsætisráðherraskiptin 1963, þegar dr. Bjarni Benediktsson tók við af Ólafi Thors. Þá undirritaði Ólafur skipunarbréf Bjarna til að undir- strika, að sama ríkisstjórn sæti og áður. Útgefendur nýútkomins Alþingis- mannatals hafa sett í skrá um ríkisstjórnir svolitlar hugleiðingar um þetta mál. Hafa þeir leyst það með ágætum og komist að þeirri niðurstöðu, að ráðuneytið hafi setið áfram, en frá 14. nóvember 1963 beri að kenna það við hinn nýja forsætisráðherra; og því er það talið eins og nýtt ráðuneyti! Hugsan- legt er, að áherslan, sem lögð var á, að ekki væri um stjórnarskipti að ræða, heldur skipti á forsætisráðherra, hafi staðið í einhverju sambandi við, að óskað hafi verið eftir að komast hjá ágreiningi [ stjórnarflokkunum um menn í ráðherrastólunum. Um þetta er undirrituðum ókunnugt. Óeðlilegt er a.m.k., að hinn nýi forsætisráðherra hafi verið ábyrgðarlaus varðandi þetta atriði, þótt talið væri, að hann myndaði ekki nýja ríkisstjórn. Atriði eins og þetta valda sjaldan vanda, en komi til slíks, er hann alvarlegs eðlis. Það er því ástæða til að kanna rækilega stöðu forsætisráðherra. 4) Þingræði er á íslandi, og hafa nánari reglur mótast af fordæmum. I stjórn- arskránni eru ekki glögg ákvæði um þingræðið, og raunar ekkert nema orð 1. gr.: ,,ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn“. í ríkjum með líka stjórn- arhætti og hér á landi eru, má sjá dæmi um margs konar fyrirkomulag á ýmsu, sem varðar samskipti þings og ríkisstjórnar. í Svíþjóð og Vestur-Þýskalandi greiðir þingið atkvæði um það, hvort tilteknum manni skuli falin stjórnar- myndun. í Danmörku lýsir þingið vantrausti á stjórnina með því að samþykkja „rökstudda dagskrá" um stjórnarfrumvarp, en þó eru ekki allar slíkar dag- skrárályktanir vantraustsyfirlýsing. í Finnlandi felast vantraustyfirlýsingar í atkvæðagreiðslum eftir umræður um fyrirspurnir. Slík formsatriði kunna að skipta litlu máli, en atkvæðagreiðsla um forsætisráðherra gæti leitt til þess, að stjórnmálamenn hröðuðu undirbúningi stjórnarmyndana meira en nú er. Hvað sem því líður, verður að setja í nýja stjórnarskrá glögg ákvæði um þingræðið. 5) Loks má minna á það, sem raunar varðar fremur ráðherrana en ríkis- stjórnina, að næsta óvíst er um valdmörk þeirra og ýmissa annarra stjórn- valda, einkum þeirra sem lúta fjölskipuðum stjórnarnefndum, sem kjörnar eru af Alþingi eða tilnefndar af hagsmunaaðilum. Er full þörf á að vanda laga- setningu um slík stjórnvöld betur en nú er gert. Þór Vilhjálmsson. 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.