Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1978, Blaðsíða 29

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1978, Blaðsíða 29
fangsmiklum málum sýnist þó stundum rétt að draga saman þau atriði úr málsatvikalýsingu, sem dómari vill leggja áherslu á við sönnunar- mat. Þetta leiðir óhjákvæmilega til endurtekninga, en getur verið nauðsynlegt samhengis vegna. Jafnframt þessu gerir dómari í áfellisdómi grein fyrir því, við hvaða lagaákvæði hið sannaða atferli varðar. 1 einföldum málum er stundum látið nægja að vísa til ákæru um þetta atriði, en það er í raun óæski- legt. Dómarinn á hér að taka sjálfstæða afstöðu. Stundum heyrist því fleygt, einkum af hálfu lögmanna, að dómar í opinberum málum séu stuttaralegir að því er varðar rökstuðning, dómarar séu sparir á útlistanir á niðurstöðum og noti staðlað, hefð- bundið orðalag. Þetta er e.t.v. rétt að einhverju leyti, t.d. í minni hátt- ar og „rútínu“málum. Á hinn bóginn verður að hafa í huga, að hér á mælgi ekki við, heldur ber að einskorða sig við efni málsins. Dómur er ekki fræðiritgerð heldur úrlausn á tilteknu, afmörkuðu sakarefni, þar sem ekki eiga við almennar hugleiðingar. í rökstuðningi, sem kem- ur á eftir atvikalýsingu, er og yfii'leitt ekki svigrúm til málalenginga án þess að um endurtekningar verði að ræða. Dómarinn verður ein- ungis að vísa til tiltekinna atriða, sem áður hafa verið rakin, og draga ályktanir af þeim án þess að yfirleitt sé þörf margra orða þar um, en þetta er þó mjög háð eðli máls. Stundum reynir auðvitað á túlkun lagaákvæða, sem gefur þá tilefni til lögfræðilegra hugleiðinga. Það er ljóst, að samning niðurstöðu er erfiðasti þátturinn í samn- ingu dóma. Þessar tiltölulega fáu setningar krefjast iðulega mikillar yfirlegu og heilabrota. Dómaranum nægir hér ekki að vísa til hug- lægra áhrifa, sem hann hefur orðið fyrir af málinu, heldur má hann einungis draga ályktanir af áþreifanlegum atvikum, þannig að ekki verði vefengt með skynsamlegum rökum, sbr. 108. gr. oml. um sönn- unarmat dómara. Lengdin skiptir hér ekki öllu máli. Þótt dómarar leiti mikið í dómasöfnum og lagaritum til stuðnings við dómasamningu, er ekki algengt, að tilvitnanir í slíkt komi fram í dóm- um, og verður það að teljast eðlilegt. Hér er um að ræða hjálpartæki við dómasamningu, sem ekki er ástæða til að tilgreina nema í ein- staka tilvikum. Lokakafli forsendna lýtur að tilvísun til refsiheimilda, ákvörðun um refsingu og önnur viðurlög og loks ákvörðun um málskostnað. Ég sé ekki ástæðu til að fara mörgum orðum um þennan þátt. Það er yfirleitt ekki tilefni til mikilla bollalegginga í þessum hluta dómsins. Mér finnst þó, að dómarar mættu gera meira af því að greina þau atriði, sem þeir byggja á við ákvörðun refsingar. Venjulega er hér 75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.