Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1978, Blaðsíða 50

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1978, Blaðsíða 50
Ráðstefna AMNESTY INTERNATIONAL um afnám dauðarefsingar STOKKHÓLMSYFIRLÝSINGIN 11. DESEMBER 1977 Stokkhólmsráðstefnan um afnám dauðarefsingar, setin af rúmlega 200 kjörnum fulltrúum og öðrum þátttakendum frá Asíu, Afríku, Evrópu, Mið- austurlöndum, Norður- og Suður-Ameríku og ríkjum í Karabíska hafinu Minnir á að: — Dauðarefsing er sú tegund refsinga, þar sem grimmd, mannúðarleysi og niðurlæging ná lengst og sviptir manninn rétti sínum til lífsins. Hefur hugfast að: — Dauðarefsingu er iðulega beitt til að bæla niður hvers konar andstöðu, kynþátta-, þjóðmenningar-, trúarbragða- og réttindaskertra hópa. — Aftaka er ofbeldisverknaður og ofbeldi egnir gjarnast til ofbeldis. — Ákvörðun um dauðarefsingu og framkvæmd hennar er grimmileg öllum, sem hlut eiga að máli. — Aldrei hefur verið sýnt fram á, að dauðarefsing hafi nein sérstök fyrir- byggjandi áhrif. — Dauðarefsing kemur í vaxandi mæli fram í því, að menn hverfa sporlaust, I aftökum án dóms og laga og pólitískum morðum. — Líflát er óafturkallanlegt og getur bitnað á saklausum. Staðhæfir að: — Það er undantekningarlaus skylda hvers ríkis að vernda líf allra manna innan lögsögu sinnar. — Aftökur með pólitíska þvingun að markmiði eru jafn óviðunandi, hvort sem þeim er beitt af stjórnvöldum eða öðrum. — Afnám dauðarefsingar er nauðsynlegt til að ná yfirlýstum alþjóðlegum markmiðum. Lýsir yfir: — Algjörri og skilyrðislausri andstöðu sinni við dauðarefsingu. — Fordæmingu sinni á öllum aftökum í hvaða mynd sem þær eru fram- kvæmdar eða látnar viðgangast af yfirvöldum. — Skuldbindingu sinni til að vinna að algjöru afnámi dauðarefsingar. Skorar á: — Félagasamtök óháð stjórnvöldum, innlend sem alþjóðleg, að vinna saman og hvert í sinu lagi að því að láta almenningi í té upplýsingar varðandi afnám dauðarefsingar. — Allar ríkisstjórnir að afnema dauðarefsingu algerlega og umsvifalaust. — Sameinuðu þjóðirnar að lýsa því ótvírætt yfir, að dauðarefsing sé and- stæð alþjóðalögum. 96
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.