Tímarit lögfræðinga - 01.08.1978, Blaðsíða 26
lýsing er. í norskum dómum er ekki um að ræða málsatvikalýsing'u
eins og hér, heldur er strax eftir inngangskafla tekið til við niðurstöðu
eða rökstuðning (domsgrunnene). Þetta hefur þann kost, að dómur-
inn verður styttri. Hins vegar fæst ekki eins heil mynd af málinu
eins og það horfir við dómaranum. Málsatvikalýsing hefur þann kost,
að í henni eru drégin fram (eða eiga að vera) meginatriði málsins.
Hún á að varpa ljósi á bakgrunn þess og gera grein fyrir þeim gögn-
um, sem máli skipta við úrlausn þess.
Það er skoðun mín, að það sé heppilegra, þrátt fyrir ýmsa annmarka,
að hafa málsatvikalýsingu í dómi, enda sé hún bundin við þau atriði,
sem máli skipta. Veigamikil röksemd fyrir þessu snýr að dómaranum
sjálfum. Honum er mjög gagnlegt að draga út meginatriði málsins
og festa á blað áður en hann tekur til við rökstuðning, sem verður hon-
um áreiðanlega auðveldari en ella. Hins vegar er það álit mitt, að við
höfum mikla tilhneigingu til að hafa atvikalýsingar lengri en góðu
hófi gegnir í dómum okkar, og á þetta bæði við dóma í opinberum
málum og einkamálum. Mönnum hættir mjög til að taka upp í dóma
gögn í heild, þótt þau skipti ekki máli nema að hluta og mætti því að
skaðlausu stytta. Þetta á eflaust rót sína að rekja til þess að verulegu
leyti, að við þær vinnuaðstæður, sem dómarar búa við, hafa þeir knapp-
an tíma til að semja dóma, en það er auðvitað tímafrekt að vinna
úr gögnunum en að taka þau upp í heild.
Sumir halda því fram, að löng málsatvikalýsing komi niður á rök-
stuðningi dómara. Hann eyði öllu púðrinu í atvikalýsinguna og síðan
finnist honum ekkert eftir nema slá botni í dóminn með einni eða
tveimur setningum. Það er rétt, að stundum virðist niðurstaða ekki
taka mikið rúm miðað við atvikalýsingu. Hér er hins vegar á það að
líta að ekki þarf að fjölyrða um atriði í niðurstöðunni þar sem atvika-
lýsingu er til að dreifa heldur nægir að vísa til þeirra, þar sem þau
hafa áður verið rakin.
Það er að sjálfsögðu mjög háð eðli máls, hve ítarleg atvikalýsing
þarf að vera, og ræður þar miklu afstaða ákærða til sakaratriða í opin-
berum málum. 1 einkamálum þarf ekki að fjölyrða um atriði, sem eru
óumdeild rnilli aðila. 1 einföldum játningamálum á einnig að vera
unnt að fara hratt yfir sögu og slá saman málsatvikalýsingu og rök-
stuðningi fyrir niðurstöðu í stuttu máli. Að minni hyggju hafa dómar
í slíkum málum oft verið allt of langorðir. Það hefur t.d. tíðkast að
hefja atvikalýsingu á frásögn um upphaf málsins, byggðri á lögreglu-
skýrslu. Síðan eru raktir framburðir ákærða, jafnvel bæði hjá lögreglu
og fyrir dómi. Hér ætti að vera nægilegt að atvikalýsing byggðist á
72