Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1978, Side 20

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1978, Side 20
SAMNING DÓMA Dómarafélag Islands efndi til málþings um samningu dóma hinn 15. apríl s.l. Frá málþingi þessu er sagt í fréttagrein á öðrum stað í þessu hefti, en hér birtast framsöguerindin, sem flutt voru. Erindi Benedikts Sigurjónssonar hæstaréttardómara Þegar rætt er hér um dóma og samningu þeirra, er aðallega tekið mið af dómum í einkamálum. Ekki má skilja þetta svo, að dómar í opinberum málum séu ómerkilégri eða vandaminna að semja þá en dóma í einkamálum, heldur hitt, að ég er þeim ókunnugri. Þá gildir í öllum megin atriðum hið sama um þá og dóma í einkamálum. Þar sem það eru dómarar, sem hér á hlýða, mun ekki getið laga, dóma eða fræðirita. Þær skoðanir, sem hér eru fram settar, eru einka- skoðanir mínar, en ekki endilega skoðanir Hæstaréttar. Skipta má dómum í tvo flokka, dóma í munnlega fluttum málum og dóma í skriflega fluttum málum. I sérflokki að nokkru eru úrskurð- ir, þar sem skorið er úr um einstök atriði máls, en ekki leyst úr efni þess. 1. Venjulegum dómi í munnlega fluttu máli er hægt að skipta í sex hluta, haus, sporð og fjögur stykki. a. 1 upphafi dóms skal greina stað og stund, þegar dómur er upp- kveðinn, nafn dómstóla, heiti máls og númer. Geta skal aðilja með fullu nafni í heiti máls, alls ekki skammstafa t.d. Jóna Jónsdóttir o.fl. gegn Jóni Jónssyni o. fl. Geta skal allra aðilja í heitinu, t.d. ekki segja: Eigendur og ábúendur jarða í Kotahreppi, heldur telja þá upp með nöfnum og geta um leið þeirra jarða, sem við eiga. Annað hvort í upphafi eða í lokum dóms ber dómara að kynna sig, geta nafns síns og starfsheitis. Þetta er atriði, sem merkilega oft 66

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.