Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1978, Blaðsíða 33

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1978, Blaðsíða 33
hefir Hæstiréttur nýlega fundið að löngum dómi og átalið, að hann hafi verið óunninn. Eða með öðrum orðurn, að dómurinn hafi verið svo- kallaður „gæsalappadómur“. Ein hin óhrjálegustu hervirki, sem til eru á andlega sviðinu. Þetta var að mínu viti þörf áminning frá Hæsta- rétti, ekki bara til þess dómara, sem henni var beint til, heldur og til okkar hinna, því að fæstir erum við nú syndlausir í þessu tilliti að minnsta kosti. Nei, fyrir alla muni skulum við forðast að breyta dóm- um í „aðfarahæfar skjalahrúgur". Ég tel t.d. enga þörf á því að vera að taka heilu matsgerðirnar langar og lærðar upp í dómana. Það á að vera alveg fullnægjandi að taka upp niðurstöðuna eða jafnvel aðeins að geta matsfjárhæðar. Sum örorkumöt tel ég t.d. fráleitt að taka í heild upp í dóma, þar sem það getur beinlínis valdið dómhafa stór- kostlegum miska, nema þá að gætt sé nafnleyndar. Hvað örorkutjóns- útreikninga varðar, finnst mér nægilegt að geta niðurstöðutölunnar og þeirra vaxta sem reiknað er með. Sjálf málavaxtalýsingin á að vera hlutlaus og eins stutt og hægt er, því að þá verður dómurinn gleggstur og lesandinn fær besta og skjótasta heildarsýn yfir hann. Til þess að þessi frásögn verði sem heillegust og áferðarfallegust, er oft nauðsynlegt að spyrja nokkurra spurninga eða upplýsa tiltekin atriði, þótt þau út af fyrir sig hafi enga þýðingu fyrir niðurstöðu málsins. Ég nefni sem dæmi ártal, dag- setningu, eða staðsetningu. Allt fer þetta eftir atvikum hverju sinni. Stundum sést manni yfir þetta, þangað til maður byrjar að semja dóminn, og maður segir við sjálfan sig: „Ah, gleymdi ég nú að spyrja að þessu.“ Gagnvart mér er málavaxtalýsingin oft það erfiðasta í dómi. En ég veit, að öðrum dómurum finnst hún það auðveldasta í dómasamn- ingunni. Þetta fer þó mjög eftir því, hvernig lögmenn leggja málið fyrir dóminn. Sumir lögmenn semja málavaxtalýsinguna annað hvort í stefnu eða greinargerð svo vel og hlutlaust, að það er bókstaflega hægt að lesa hana næstum orðrétt inn á segulbandið. Maður þarf kannski aðeins að breyta tíð eða hætti sagna. Þetta eru lögmennirnir, sem kunna sitt fag. Þeir vita nákvæmléga, hvernig á að leggja mál fyrir dóminn, og það er eins og ævintýri á gönguför að fara með mál, sem frá þeim koma. En svo eru hinir, og þeir eru fleiri. 1 þeirra mála- tilbúnaði er ekki til heill þráður, allt á tjá og tundri, og það er eins og að reka sig á hurð í myrkri, að verða fyrir málum þeirra. Við samningu málavaxtalýsingar getur stundum verið rétt að skipta henni í kafla til glöggvunar við lestur dómsins. Einnig getur verið rétt að fjalla eingöngu um ákveðinn þátt sakarefnis í upphafi dóms, 79
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.