Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1978, Blaðsíða 39

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1978, Blaðsíða 39
niðurstöðu. Ég reyni ávallt fyrst að gera mér grein fyrir því, hvorum megin liggur réttlætið í málinu. Síðan finn ég rökin fyrir niðurstöð- unni. Ég þykist hins vegar vita, að sumir dómarar viðhafi þá aðferð að rekja sig áfram eftir rökunum í áttina að hinni rökréttu niðurstöðu, og þegar þeir eru komnir á leiðarenda í röksemdafærslunni þá hafa þeir niðurstöðuna: — hér er hún, og getur ekki öðru vísi verið. Slík uppbygging dóms getur vissulega verið glæsileg frá lagalegu og rök- fræðilegu sjónarmiði, og er sjálfsagt oftast hin „rétta“ niðurstaða. En ég tel nú samt, að þessi kalda rökleiðsluaðferð geti líka verið hættu- leg, því að hún geti leitt til niðurstöðu, sem stangast á við heilbrigða skynsemi og mannlega réttlætiskennd. En þá er hætta á ferðum, því að þá vantar það, sem verið var að leita að, sjálfan kjarna málsins — réttlætið. Mig langar, í framhaldi af því, sem ég hefi nú sagt, til að fjalla lítil- lega um atriði, sem ef til vill fellur ekki beinlínis undir hugtakið dóma- samning í strangasta skilningi, en er þó nátengt því og mikilvægt varð- andi greiða afgreiðslu dómsmála. Ég minntist á það hér að framan, að samkvæmt núgildandi einka- málalögum á að rökstyðja dóma. Sennilega eru flestir á því, að þetta sé rétt. En á þetta að gilda sem ófrávíkjanleg regla, jafnvel í lítilfjör- legum skuldamálum, þar sem deilt er um lágar fjárhæðir? Ég dreg það mjög í efa. Gerum okkur grein fyrir þvi, að innan stjórnsýslunnar eru á degi hverjum teknar langtum mikilvægari ákvarðanir, er snerta borgarana, án nokkurs rökstuðnings, ég nefni t.d. ákvarðanir á sviði skattamála eða tollamála. Og jafnvel innan dómskerfisins sjálfs er ákveðinn málaflokkur afgreiddur eins og á færiböndum daglega án rök- stuðnings. Þar á ég við hjónaskilnaðarmálin, sem eru þó ólíkt mikil- vægari og viðkvæmari mál en smáskuldaþrasið. Þegar við tökum upp smámálaréttarfar (Small Claims) hér á landi, þá tel ég, að það eigi næstum alveg að vera munnlegt réttarfar og dómar verði kveðnir upp án rökstuðnings, eins og tíðkast í Bandaríkjunum. Ég get ekki komið auga á réttarfarlegu nauðsynina á því, að maður, sem fer með smáskuldamál fyrir dómstóla, eigi ávallt ófrávíkj anlégan rétt á því, að fá rökstuddan dóm í máli sínu á fyrsta dómstigi. Ef dóm- hafi eða dómþoli er hins vegar óánægður með dóm í smámáli, þá á hann að eiga rétt á því að áfrýja máli innan tiltölulega stutts frests, og þá og þá fyrst að eiga kröfu á rökstuddum dómi. Með þessu á ég þó ekki við það, að mál þessi fari fyrir Hæstarétt, nema í algerum undantekningartilvikum og þá einungis samkvæmt sérstöku leyfi Hæstaréttar. Hins vegar hugsa ég mér það, að endur- 85
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.