Tímarit lögfræðinga - 01.08.1978, Blaðsíða 25
fyrir afstöðu sökunauts til sakarefnis. Þetta mun t.d. gert í dönskum
dómum. Þetta er samsvarandi því, þegar í einkamálum er í upphafi
greind kröfugerð aðila. Þetta hefur ekki verið gert hér nema þá mjög
takmarkað, og vissulega skapar þetta misvægi milli ákæruvalds og
ákærða í þessum inngangskafla dómsins. Það sjónarmið hefur hér
eflaust ráðið, að um yrði að ræða endurtekningu, þar sem síðar sé
rakinn framburður ákærða. Hins vegar má benda á, að það gæti haft
vissa þýðingu a.m.k. í sumum málum, að strax komi fram kjarninn
úr sjónarmiðum sökunauts, þannig að Ijóst sé, áður en málsatvika-
lýsing hefst, hvaða atriði það séu, sem málið helst snýst um. Gæti þetta
jafnvel stuðlað að því, að málsatvikalýsing yrði hnitmiðaðri.
Að lokinni lýsingu á ákæruatriðum og kröfugerð er oft lýst sakar-
ferli ákærða samkvæmt sakavottorði. 1 seinni tíð hefur þetta þó í ríkari
mæli verið gert síðar í dómi, þ.e. á eftir hugleiðingu dómara um sönn-
unarmat. Tel ég fyrir mitt leyti fara betur á því. Eg tel yfirleitt óþarfa
að rekja sakarferil ákærða, ef um sýknudóm er að ræða.
Rétt er að víkja hér aðeins nánar að því, hvernig farið er með
þennan þátt dómsins, þ.e. frásögn af sakarferli ákærða. Hér hefur
mjög tíðkast að taka sakavottorð í heild upp í dóma. Full ástæða er til
að endurskoða þessi vinnubrögð. Við umhugsun finnst mér, að hér
eigi það sjónarmið að ríkja, að ekki sé vísað til annars úr sakarferli
viðkomandi en þess, sem máli skiptir við úrlausn þessa ákveðna máls.
I dómi végna ölvunar við akstur á ekki að tilgreina gamla dóma eða
sáttir frá löngu liðnum dögum vegna brota á öðrum sérrefsilögum
eða hegningarlögum. Þau tilvik eru að vísu til, þar sem rétt getur
verið að telja allt upp, en yfirleitt á ekki að vera þörf á því. Ætti að
fara miklu varlegar í þetta en gert hefur verið. Hér er oft um að ræða
viðkvæm mál fyrir viðkomandi persónu. Það getur t.d. verið óþægi-
le'gt þegar getið er gamals sýknudóms, sem yfirleitt eru taldir með á
sakavottorðum. Hæstiréttur Danmerkur hefur gert athugasemd við
slíka tilvísun í sýknudóm í dómi um alls óskylt efni.
1 166. gr. oml. segir, að í dómi skuli m.a. greina „málsatvik og máls-
ástæður þær, er máli þykja skipta“. Enda þótt þetta ákvæði kveði
ekki skýrt á um inntak dóms að þessu leyti hefur sú venja myndast
að í dómum er allrækileg málsatvikalýsing. Hefur Hæstiréttur mjög
vakað yfir þessu og bæði ómerkt og átalið ef út af hefur verið brugðið.
Því má velta fyrir sér, hvort málsatvikalýsing sé nauðsynleg 1 dómi.
Hvort ekki nægi sakarlýsing ákæru og síðan rökstuðningur dómsins
með tilvísan til framburðar og gagna, sem eru hluti dómsgerða. Slík
tilvísan yrði þá að sjálfsögðu rækilegri en þarf að vera þar sem atvika-
71