Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1978, Blaðsíða 46

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1978, Blaðsíða 46
aðstöðu til kennslu og náms og gera tillögur til úrbóta, ef hún telur þess þörf og (2) að semja umsagnir um tillögur, er lúta að námsskipan og öðrum málum, er baeði varða kennara og stúdenta. Meginviðfangsefni nefndarinnar til þessa hefur verið að undirbúa tillögur til breytinga á reglum um skipan laganáms. Hafa hugmyndir, sem nefndin hefur fjallað um, komið til umræðu á tveim fundum lagadeildar í maí og júní 1978. Enn er óráðið, hverjar breytingar verða gerðar á náms- og/eða próf- reglum. 8. Erlendir fyrirlesarar Prófessor Charles L. Black, jr. hélt opinberan fyrirlestur á vegum lagadeild- ar um „Politics and the Constitution in America Today“ hinn 13. janúar 1978. Charles L. Black, jr. er prófessor við lagadeild Yale háskólans í New Haven, Connecticut, Bandaríkjunum. Áheyrendur voru allmargir, flestir úr hópi laga- nema. 17. apríl 1978 hélt dr. Alexander M. Jakovlev, félagi í Vísindaakademíu Ráðstjórnarríkjanna, fyrirlestur á vegum lagadeildar og Lögfræðingafélags tslands. Fjallaði fyrirlesturinn um hina nýju stjórnarskrá Ráðstjórnarríkjanna. Prófessor dr. jur. W. E. v. Eyben frá Kaupmannahöfn flutti fyrirlestur í boði lagadeildar og Lögfræðingafélags íslands 27. apríl 1978. Nefndist fyrirlestur- inn, sem fluttur var á dönsku, ,,Ný viðhorf í norrænum fjármunarétti". Áheyr- endur voru margir og gerðu góðan róm að máli v. Eybens. Allir fyrirlestrarnir voru haldnir í Lögbergi. 9. Bókagjöf Svo sem fram kemur hér að ofan heimsótti Charles L. Black, jr., prófessor við Yale háskóla lagadeild í janúar 1978. Bauðst hann þá til að senda Há- skólabókasafni (safndeildinni í Lögbergi) ,,The Yale Law Journal“ jafnóðum og ritið kemur út. Var því boði að sjálfsögðu tekið með þökkum. Háskóla- bókasafn hefur fengið ritið frá og með nóvemberhefti 1977 (en það er 1. hefti 87. árg.). Eins og kunnugt er, þykir ,,The Yale Law Journal“ eitt fremsta lög- fræðitímarit í Bandaríkjunum og þótt víðar væri ieitað. Lagadeild þakkar prófessor Black þessa ágætu gjöf. Safndeildin í Lögbergi fær nú tvö bandarísk lögfræðitímarit, ritið frá Yale og „Harvard Law Review," en Háskólabókasafn hefur verið áskrifandi að þvi frá áramótum 1976—7. Ástæða er til að hvetja lögfræðinga til að kynna sér hvað rit þessi hafa upp á að bjóða og ekki síður að fylgjast með því, er fram kemur í enskum lögfræðitímaritum, sem íslensk söfn eru áskrifendur að. Ensku ritin eru ,,The Law Quarterly Review,“ sem til er nokkuð langt aftur í tímann á Háskólabókasafni og í bókasafni Hæstaréttar, og ,,The Modern Law Review,“ sem aðeins er til í bókasafni Hæstaréttar. Arnljótur Björnsson. 92
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.