Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1978, Blaðsíða 18

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1978, Blaðsíða 18
úrgangsefna í N-austur Atlantshaf, sbr. lög nr. 20/1973. Svo sem heiti samninga þessara bera með sér, setja þeir takmark- anir og bönn við losun ýmissa úrgangsefna í hafið. Þeir eru hinsvegar aðeins bindandi fyrir samningsaðilana, en þeir eru minnihluti ríkja. Eins og sakir standa er þess vegna ekkert því til fyrirstöðu, að skip annarra ríkja, t.d. þau fjölmörgu, sem sigla undir hagkvæmnisfánum (flags of convenience), losi úrgangsefni í hafið við ísland allt upp að 4 mílna lögsögunni eða mengi hafið við strendur landsins á annan hátt. Er ekki að finna nein ákvæði í íslenskum rétti, sem unnt væri að beita til að koma í veg fyrir slíkt atferli. Úr þessu þarf að bæta sem fyrst. Er hér því gerð tillaga um það, að í hinni nýju heildarlöggjöf um landhelgina verði einnig sett ákvæði um íslenska mengunarvarnalögsögu, er taki til alls 200 sjómílna svæð- isins. Kjarni þeirra ákvæða yrðu heimildir fyrir íslensk stjórnvöld til þess að setja reglur um bann við losun eiturefna og annarra hættu- legra efna í hafið frá skipum allra þjóða, ákvæði um siglingu skipa, sem sérstök merigunarhætta getur stafað frá, um svæðið, þ. á. m. olíu- skipa, ákvæði um búnað og öryggismál og tilkynningaskyldu slíkra skipa, og ákvæði um olíuboranir og aðra jarðefnavinnslu á svæðinu. Slík mengunarvarnalögsaga er fáum þjóðum jafn nauðsynleg sem Islendingum, vegna mikilvægis auðlinda hafsins í þjóðarbúskapnum. Hún yrði einnig í samræmi við aðgerðir annarra þjóða í þessu efni, svo sem Kanada, er setti lög um mengunarvarnir undan ströndum norðurhluta landsins þegar árið 1970. Þá má og benda á það að í upp- kastinu að nýjum hafréttarsáttmála, 7. kafla, er beinlínis svo fyrir mælt, að öllum ríkjum beri að setja lagaákvæði og stjórnvaldsfyrir- mæli um verndun hafsins og auðlinda þess gegn mengunarhættu, bæði þeirrar, er upptök sín á frá landi, og eins frá skipum. Er því vissulega fyllilega tímabært, að í íslenskan rétt verði sett ákvæði um þessi at- riði. Eðlilegt er, að þau ákvæði taki mið af þeim alþjóðareglum, sem þegar eru fyrir hendi á þessu sviði, m.a. samþykktum Siglingamála- stofnunar Sameinuðu þjóðanna, IMCO, og þeim ákvæðum, sem um þessi mál er að finna í uppkastinu að nýjum hafréttarsáttmála. Er þá komið að niðurlagi þessarar greinar um nauðsyn þess, að sett verði heildarlöggjöf um landhelgina við Island og landgrunns- og meng- unarvarnalögsögu. I uppkastinu að nýjum hafréttarsáttmála Samein- uðu þjóðanna er um þessi sömu atriði fjallað á almennum grundvelli. 64
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.