Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1978, Blaðsíða 21

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1978, Blaðsíða 21
gleymist. Sá, er nota þarf dóm, verður að vita, hver hann hafi upp- kveðið og hvert embættisheiti þess manns sé. Það er sérstaklega leið- inlegt að fá í hendur dóm, sem undirritaður er af Jónu Jónsdóttur, en sýnir ekki, hvort Jóna er dómari eða einhver starfskraftur úti í bæ. Það endar oft með því, að sá, sem les dóminn, verður að leita til dóms- málaráðuneytisins til að fá botn í málið. b. Þótt rætt hafi verið um, að meginefni dóms megi skipta í fjögur stykki, þá er alls ekki nauðsynlegt að greina þessi stykki í sundur með tölum. Hins vegar getur það oft verið heppilegt. Sumir dómarar hafa þann sið að skipta öllum dómum í smáþætti með spássíutölum í tugakerfisröð. Það er leiðinlegur siður og illt, ef hann breiðist út. Þessi kafli átti eingöngu að fjalla um fyrsta stykkið eða dómkröfur aðilja máls, svo að þetta er útúrdúr. Dómkröfur aðilja skal skrá með mikilli vandvirkni. Yfirleitt eru dómkröfur ekki skráðar orðréttar í dóm, en gæta verður þess vandlega við umritun, að merking breytist ekki. Þá verður að minnast þess, að aðiljar og umboðsmenn þeirra eru misskýrir í máli og misvel sýnt um að setja fram hugsanir sínar. Dóm- kröfur þarf því oft að færa til betra máls og jafnvel skýra þær og færa til betra vegar. Stundum er óhjákvæmilegt að taka dómkröfur orðrétt upp í dóm, og skal það þá gert innan tilvitnunarmerkja. Geta má þess, að sumstaðar erlendis er þetta alltaf gert. c. Næsta stykki er stutt en gagnorð lýsing á málavöxtum. Getið skal þess helsta, sem fi-am hefur komið um atvik máls í skjölum og hjá vitnum. Mjög hefur færst í vöxt á síðustu árum, að í dóma eru tekin skjöl í heild og jafnvel heilar vitnaleiðslur óbreyttar. Slíkt er ófært. Hefur það oft í för með sér, að dómar verða leiðinlegir aflestrar. Atriði eru endurtekin, og þau, sem máli skipta og önnur þýðingarlaus, lenda í einum graut. Sérstaklega verður að vara við því að skrá í dóm óbreyttar vitnaleiðslur, sem ekki eru skr^ðar í vitnaþinghaldi heldur þinghaldshljóðin varðveitt á vélrænan hátt en síðan túlkuð og vélrit- uð með ýmsum úrfellingum og viðbótum af vélriturum. Annars má segja, að aðalgallinn við þessar vinnuaðferðir sé sá, að dómar verða óhæfilega langir, en það ber að forðast. d. Annað stykki er rökstuðningur málsaðilja. Ekki skal skrá orðrétt úr greinargerðum og ræðum nema óhjákvæmilegt sé. Oft verður að skýra rökstuðninginn nokkuð, því að mönnum er misvel sýnt um að setja fram hugsanir sínar ljóst — og það jafnvel þótt lögmenn séu. e. Þá komum við að síðasta stykkinu í þessari soðningu, svo að lík- ingunni sé haldið. Það er rökstuðningur dómara fyrir úrlausn hans og úrlausnin sjálf. Þetta er vandasamasti hluti dóms og allumdeilt 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.