Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1978, Blaðsíða 35

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1978, Blaðsíða 35
mögulegt er. Þegar ég var að byrja sem dómarafulltrúi, þá tók ég ávallt með í dómana það úr vitnaframburðum, sem ég var í vafa um, hvort ég ætti að taka með eða ekki. Um miðbik dómaraferils míns skipti ég um skoðun í þessu efni og hætti þá alveg að taka það með, sem ég var í vafa um, hvort ætti heima í dóminum eður ei. Og nú er svo komið, að ég er hættur að rekja úr vitnaframburðum, nema ég geti ekki með nokkru móti hjá því komist vegna örðugs sönnunar- mats. Eins og t.d. nýlega í skaðabótamáli út af gæsluvarðhaldi að ósekju, þar sem ég sýknaði ríkissjóð. 1 því máli var um afar erfitt sönnunarmat að ræða á grundvelli fjölda vitnisburða, sem mér fannst ég ekki geta komist hjá að rekja. En hvað finnst mönnum um þetta? Tökum einfalt dæmi: Stefnandi heldur því fram, að ákveðinn munn- legur samningur hafi komist á milli hans og stefnds. Stefndur neitar, og fjöldi vitna er síðan leiddur fyrir dóminn. Þarf þá að rekja alla þessa framburði í dóminum og segja síðan á grundvelli þessara fram- burða telst þetta eða hitt sannað eða ósannað. Eða er nægilegt að segja aðeins, að tiltekinn fjöldi hafi borið vitni (án þess að rekja framburð- ina) og segja síðan: Á grundvelli þessara framburða telst þessi eða hin staðhæfingin sönnuð eða ósönnuð. Ég kýs síðari kostinn, því að dómi er fyrst og fremst ætlað að leysa úr tilteknum réttarágreiningi, sem aðiljarnir hafa ekki getað leyst sjálfir. Dómar eru hins vegar ekki samdir fyrir sagnfræðinga og fræðimenn. Slíkir menn verða að fara í sjálf málsskjölin í grúski sínu. Auk þess hrýs mér hugur við því, ef við þurfum bráðlega að fara að binda hæstaréttardómana inn í tveimur bindum á hverju ári. Ég vil í þessu sambandi geta þess, að ég sat til borðs með sænskum dómara í lokahófinu á Norræna lögfræð- ingamótinu í Reykjavík 1975. Við ræddum m.a. um dómasamningu og hún sagði mér, þetta var kvendómari, að sænskir dómarar væru hættir að rekja vitnaframburði í dómum í einkamálum. Hins vegar gegnir nokkuð öðru máli með aðiljaskýrslur en vitnafram- burði. Þær þarf oftar að rekja í dómum heldur en vitnaframburði, bæði vegna þess, að þær eru oft þungamiðjan í málinu, og auk þess, vegna þess að stundum eru þær einu gögn málsins, sem hægt er að styðjast við. En þetta verður, eins og svo margt annað, í sambandi við dómasamningu, að meta í hverju einstöku tilfelli. Málsástæður lögmanna: I 193. gr. laga nr. 85/1936 segir, að geta skuli málsástæðna í dómi. Eg hefi alllengi gælt við þá hugmynd að aflétta þessari skyldu af dóm- 81
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.