Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1978, Blaðsíða 14

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1978, Blaðsíða 14
framkvæmd refsilögsögunnar almennt, að unnt sé að beita íslenskum lögum á stærra svæði en nú er. Nefna má í því sambandi heimildir til að stöðva og gera leit í erlendum skipum vegna gruns um brot m.a. á áfengis-, tolla- og fíkniefnalöggjöf, auk brota á hinni almennu refsi- löggjöf landsins. Æskilegt er og, að unnt sé að beita ákvæðum sótt- varnalaga á stærra svæði en innan hinna núgildandi 4 sjómílna, og sama er að segja um ákvæði, sem sett kunna að verða í lög um mengun sjávar. Slíkum lagaákvæðum yrði þá framfylgt gagnvart erlendum skipum alfarið út að 12 sjómílna markinu. Einnig er æskilegt, að er- lend herskip verði að tilkynna íslenskum yfirvöldum um för sína 12 sjómílur frá grimnlínu, fremur en aðeins 4, svo sem nú er, sbr. 1. gr. tilsk. nr. 44/1939. Er þá komið að síðara atriðinu, ákvörðun innri marka landhelginnar. Nú er hin almenna lögsögulandhelgi mörkuð frá stórstraumsfjöru- borði, sbr. 6. gr. 1. 82/1969 og 6. gr. 1. 59/1969. Er það í samræmi við hina almennu reglu um landhelgismörkin, sem gilt hefur til skamms tíma, bæði að þjóðarétti og í löggjöf einstakra ríkja. Á því varð hins- vegar sú breyting með dómi alþjóðadómstólsins 1951 í máli Breta gegn Norðmönnum vegna mörkunar norsku landhelginnar, að talið var heim- ilt að draga beinar grunnlínur, þar sem ströndin er vogskorin. Var regla þessi staðfest í 4. grein Genfar-sáttmálans (1958) um landhelgina og er nú að finna í 7. gr. uppkastsins að nýjum hafréttarsáttmála. Þegar fiskveiðilandhelgin við Island var færð úr 3 sjómílum í 4 sjómílur með reglugerð nr. 21/1952, var hún í fyrsta sinn talin umhverfis allt landið frá beinum grunnlínum en ekki stórstraumsfjöruborði, svo sem áður hafði verið. 1 reglugerð nr. 46/1950 um verndun fiskimiða fyrir Norður- landi var einnig beitt hinu beina grunnlínukerfi. Svo er og um núgild- andi fiskveiðilandhelgi, sem kunnugt er, sbr. 1. gr. rgl. nr. 299/1975. Heldur er þá ankannalegt og óeðlilegt að marka landhelgina við Island þannig á tvennan hátt, svo sem áður hefur verið bent a1). Sýnist því ástæða til við setningu heildarlöggjafar um landhelgina að ákveða þar að hin almenna lögsögulandhelgi skuli mörkuð frá sömu grunnlínu- punktum og fiskveiðilandhelgin. 1 þessu sambandi má geta þess, að við þessar tvær breytingar á mörkun lögsögulandhelginnar myndi íslenskt ríkisvald taka til hafsvæðis, sem er 75.000 ferkílómetrar að stærð. Fjög- urra sjómílna landhelgin nú nær hins vegar yfir ca. 27.000 ferkílómetra svæði. 1) Stjórnskipun íslands, 1. útg. bls. 51. 60
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.