Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1978, Page 14

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1978, Page 14
framkvæmd refsilögsögunnar almennt, að unnt sé að beita íslenskum lögum á stærra svæði en nú er. Nefna má í því sambandi heimildir til að stöðva og gera leit í erlendum skipum vegna gruns um brot m.a. á áfengis-, tolla- og fíkniefnalöggjöf, auk brota á hinni almennu refsi- löggjöf landsins. Æskilegt er og, að unnt sé að beita ákvæðum sótt- varnalaga á stærra svæði en innan hinna núgildandi 4 sjómílna, og sama er að segja um ákvæði, sem sett kunna að verða í lög um mengun sjávar. Slíkum lagaákvæðum yrði þá framfylgt gagnvart erlendum skipum alfarið út að 12 sjómílna markinu. Einnig er æskilegt, að er- lend herskip verði að tilkynna íslenskum yfirvöldum um för sína 12 sjómílur frá grimnlínu, fremur en aðeins 4, svo sem nú er, sbr. 1. gr. tilsk. nr. 44/1939. Er þá komið að síðara atriðinu, ákvörðun innri marka landhelginnar. Nú er hin almenna lögsögulandhelgi mörkuð frá stórstraumsfjöru- borði, sbr. 6. gr. 1. 82/1969 og 6. gr. 1. 59/1969. Er það í samræmi við hina almennu reglu um landhelgismörkin, sem gilt hefur til skamms tíma, bæði að þjóðarétti og í löggjöf einstakra ríkja. Á því varð hins- vegar sú breyting með dómi alþjóðadómstólsins 1951 í máli Breta gegn Norðmönnum vegna mörkunar norsku landhelginnar, að talið var heim- ilt að draga beinar grunnlínur, þar sem ströndin er vogskorin. Var regla þessi staðfest í 4. grein Genfar-sáttmálans (1958) um landhelgina og er nú að finna í 7. gr. uppkastsins að nýjum hafréttarsáttmála. Þegar fiskveiðilandhelgin við Island var færð úr 3 sjómílum í 4 sjómílur með reglugerð nr. 21/1952, var hún í fyrsta sinn talin umhverfis allt landið frá beinum grunnlínum en ekki stórstraumsfjöruborði, svo sem áður hafði verið. 1 reglugerð nr. 46/1950 um verndun fiskimiða fyrir Norður- landi var einnig beitt hinu beina grunnlínukerfi. Svo er og um núgild- andi fiskveiðilandhelgi, sem kunnugt er, sbr. 1. gr. rgl. nr. 299/1975. Heldur er þá ankannalegt og óeðlilegt að marka landhelgina við Island þannig á tvennan hátt, svo sem áður hefur verið bent a1). Sýnist því ástæða til við setningu heildarlöggjafar um landhelgina að ákveða þar að hin almenna lögsögulandhelgi skuli mörkuð frá sömu grunnlínu- punktum og fiskveiðilandhelgin. 1 þessu sambandi má geta þess, að við þessar tvær breytingar á mörkun lögsögulandhelginnar myndi íslenskt ríkisvald taka til hafsvæðis, sem er 75.000 ferkílómetrar að stærð. Fjög- urra sjómílna landhelgin nú nær hins vegar yfir ca. 27.000 ferkílómetra svæði. 1) Stjórnskipun íslands, 1. útg. bls. 51. 60

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.