Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1978, Blaðsíða 24

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1978, Blaðsíða 24
lega og ótvírætt með sér, hvernig niðurstaða er fengin og á hvaða forsendum hún byggir. 1 opinberum málum eru það auðsæir hágs- munir sakbornings að fá að sjá rökstuðning dómara fyrir niðurstöðu, enda vart unnt að taka raunhæfa afstöðu til dóms án þess. Ákæru- valdið þarf einnig að taka afstöðu til dómsins, þegar um héraðsdóm er að ræða, og síðan hinn æðri dómstóll, ef dómi er áfrýjað. Þá er nauðsynlegt, að hann geti séð forsendur og lagarök, sem dómur í héraði byggir á. Þá koma hér til almennings hágsmunir yfirleitt, því að mikilvægt er, að almenningur skilji úrlausnir dómstóla, til að þær geti haft varnaðaráhrif. Þá er það og í þágu réttareiningar, að for- sendur dóms sjáist og þannig allur bakgrunnur máls. Að lokum hlýtur það að vera dómi eða dómara sjálfum aðhald að þurfa jafnan að birta forsendur fyrir dómum sínurn, og girðir það í nokkrum mæli fyrir fljótfærnislégar og handahófskennar niðurstöður. Það verður og að teljast ein grundvallarreglan í íslensku réttarfari, að dómur skuli hafa að geyma glöggar forsendur. Þetta er ljóst af ákvæðum 166. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 74/1974, 193. gr. laga um meðferð einkamála í héraði nr. 85/1936 og 54. gr. laga um Hæstarétt nr. 75/1973, svo og mörgum úrlausnum Hæstaréttar, byggð- um á þessum ákvæðum, þar sem ýmist hefur verið fundið að dómum í héraði vegna annmarka á forsendum áfrýjaðra dóma og úrskurða eða þeir beinlínis ómerktir af þessum sökum. Hér á eftir verður vikið að helstu þáttum dóma í opinberum málum og staldrað við nokkur atriði, sem sérstaklega eru talin gefa tilefni til umhugsunar. 1 inngangi dóms er í samræmi við 166. gr. oml. gerð grein fyrir nafni, stöðu og heimili ákærða, númeri máls, stað og stund þinghalds og dómtöku, að ógleymdu nafni dómara, sem ótrúlega oft vill gleymast. Síðan er gerð grein fyrir ákæruatriðum, venjulega með því að taka orðrétt upp úr ákæruskjali. Hér nægir ekki að vísa einungis til þeirra lagaákvæða, sem ákærði er talinn hafa brotið samkvæmt ákærunni, heldur verður verknaðarlýsing ákærunnar einnig að fylgja. Dómur Hæstaréttar í XXVI. bindi, bls. 419 segir beinlínis, að skylt sé að greina ákæruskjali í dómi. Hér undir fellur einnig lýsing á kröfugerð ákæru- valds og þeim breytingum, sem á henni kunna að hafa orðið við máls- meðferðina. Ekki hefur tíðkast hér, nema þá í takmörkuðum mæli, að í framhaldi af kröfugerð ákæruvalds komi upptalning á skaðabóta- kröfum, sem uppi kunna að vera hafðar í máli. Sýnist slíkt þó vera rétt og eðlilegt. Til athugunar væri, að á eftir lýsingu á kröfugerð væri gerð grein 70
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.